Stjörnuspá fyrir ágúst 2022 – Meyjan

Meyjan
23. ágúst — 22. september

Hefur þú veitt andlegri og líkamlegri heilsu þinni jafna athygli? Nú ferðu að vinna að því að verða besta útgáfan af sjálfri/um þér, með því að tryggja að það sé fullkomin sátt hið innra og hið ytra. Upp úr 26. ágúst muntu finna fyrir ákveðnum ferskleika, endurheimt og þú tilbúin/n að uppgötva nýjar hliðar á sjálfri/um þér.

Hlutirnir fara sjaldnast á þann veg sem þú ert búin/n að ímynda þér og það er nákvæmlega það sem þú munt upplifa í ágúst. Það er eitthvað jákvætt að fara að gerast varðandi vinnuna þína, kauphækkun kannski? Leyfðu þér að láta þig dreyma um stóra hluti og hugsaðu jákvætt. Það mun bara koma sér vel fyrir þig.