Stjörnuspá fyrir apríl 2022 – Vogin

Ástin verður í aðalhlutverki í þessum mánuði og þú færð tækifæri til að sýna maka þínum á rómantískan og platónískan hátt, hversu mikils virði hann/hún er þér. Tjáðu þig um hvernig þér líður, ekki vegna þess að þig vantar samþykki eða sannfæringu, heldur af því að þér finnst gott að tjá þig.

Ef þú hefur verið að hugsa um einhverskonar samstarf, vinnulega, eða að stofna til nýs ástarsambands (ef þú ert ekki í sambandi), þá er seinni hluti mánaðarins kjörinn til þess að taka það skref. Reyndu að vera ekki of eigingjarn/gjörn eða ofverndandi gagnvart eigum þínum og æfðu þig í að setja persónuleg mörk svo þú sért ekki að ganga á orkuna þína til að þóknast öðrum.