Sýnum konum þá virðingu sem þær eiga skilið! – Íslenskur karlmaður tjáir sig.

Ég er strákur sem þráir jafnrétti, en í kvöld var mér ofboðið.

Ég gat varla orðum bundist þegar við fengum send skilaboð á Fésbókinni um athæfi sem mér fannst fyrir neðan allar hellur! Það hafði einhver siðlaus aðili safnað saman myndum af öllum kvenkyns nemendum Verzlunarskólans og stofnað til einskonar fegurðarsamkeppni á veraldarvefnum, fegurðarsamkeppni sem líklega mikill meirihluta þessara ungkvenna kærði sig engan veginn um að taka þátt í. Þetta þótti mér einkennandi fyrir það karlrembusamfélag sem Ísland er í dag og gefa réttindabaráttu kvenna langt nef. Að dæma kvenfólk eftir útliti er eftir þeim útlitsdýrkunnarstöðlum sem auglýsingar og aðrir ljósvakamiðlar reyna að berja inn í kollinn á okkur frá unga aldri. Allir kvenmenn eru fallegir á sinn hátt og mæður okkur kenndu okkur þau gildi að það er innri maðurinn sem við eigum að einblína á. Hugsanlega getur verið að þessi “gjörningur” ef svo má kalla hafi verið til þess að vekja hlátur í huga samnemenda aðstandenda síðunnar, en ef litið er hana kvenfyrirlitningu sem skín í gegn á umræddri síðu er okkur ekki hlátur í huga. Femínistar á Íslandi hafa setið undir ofsóknum á athugasemdakerfum og spjallsíðum núna í langan tíma, jafnvel verið hótað hinum áhugnalegustu hlutum og þar á meðal lífláti og misnotkun. Í því ljósi er eini tilgangurinn sem við sjáum með því að koma svona síðu á laggirnar að gera út á það að karlmenn séu sterkara kynið og að kvenmenn séu einungis hlutir sem við eigum að nota okkur til skemmtunar.
Það hefur aldrei verið mikilvægara fyrir okkur að standa saman gegn þessum djöfli sem kvennkúgunin er orðin, fáfræði herjar á ungu kynslóðina og þessu þarf að útrýma eins og skot.
Ég hef aldrei verið jafn miður mín og núna þar sem uppeldið hefur greinilega brugðist á þeim bæjum er aðstandendur síðunnar koma frá. Það hefur greinilega gleymst að kenna þeim það að koma fram við konur af virðingu og eitthvað hefur það greinilega verið gefið í skyn að þær skuli hlutgera. Eflaust er einnig hægt að skella sökinni á þá klámvæðingu sem hefur blossað upp á síðastliðnum áratug og að klámkynslóðin svo kallaða sé alltaf að gera meira og meira vart við sig. Að gefnu tilefni þykir mér því að stefna allra skóla á landinu leggi því sitt að mörkum til að sporna gegn þessari þróun í tilraun til að koma í veg fyrir að atburður sem þessi endurtaki sig. Meðal þess sem mér hefur dottið í hug í þeim málum er að minnsta kosti einn kynjafræðiáfangi verði kenndur öllum þeim sem stunda nám við framhaldsskóla. Auk þess ættum við öll að leggja okkar að mörkum við það að gera kvenréttindabaráttunni hátt undir höfuð. Auk þess ættu þeir ljósavakamiðlar sem bjóða upp á athugasemdakerfi eða eitthvað álíka að fylgjast vel með því sem notendur þess skrifa og vera duglegir að eyða öllum þeim athugasemdum sem reyna að rífa niður annað hvort hvenréttindabaráttuna sjálfa eða alla þá harðduglegu femínista sem sem taka á sig allan þann fúkyrðaflaum sem yfir þá berst með höfuðið hátt á lofti, til þess eins að tryggja afkomendum sínum betri kjör. Við hvetjum því alla til þess að leggja hönd á plóg við að sporna gegn þessari þróun!

Tökum höndum saman, sýnum kvennmönnum þá virðingu sem þær eiga skilið.

fyrrverandi nemandi við Verzlunarskóla Íslands

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here