Til þeirra stúlkna sem vilja verða módel

Við fengum þennan póst frá konu sem er áhugaljósmyndari:

Athugið!

Fyrr í vikunni skapaðist umræða um mann sem þóttist vera áhugaljósmyndari. Nú langar mig að benda fólki, þó aðallega ungum stúlkum á það, að þegar þær eru að leita eftir myndatökum að stökkva ekki bara á næsta sem býður fría myndatöku því að þær vita ekki alltaf hvað stendur að baki.

Æskilegt er að afla sér upplýsinga fyrst og vera pottþéttur á því að viðkomandi sé treystandi og fær í að leiðbeina og taka myndir á smekklegan og faglegan hátt.

Upplýsingar eins og: Meðmæli, mappa eða opinber síða með verkum ljósmyndarans, ástand aðstöðu/stúdíós.

Þessi umræða er dæmi um mann sem getur auðveldlega misnotað illa upplýstar stelpur og setur sig í aðstöðu þar sem hann er góður og viljugur í að taka myndir frítt.
Ég bið ykkur um að kanna hlutina áður en þið vindið ykkur í þá.

Ég tek eftir því í vaxandi mæli að stelpur vilja láta taka myndir af sér fáklæddum og/eða með sexý undirtón. Líkaminn er listaverk sem þarf að heiðra og virða á þeim aldri og þann hátt sem sæmandi er. Að birta mynd af sér fáklæddum á netinu þýðir ekki að sjálfstraustið sé að fara að sprengja þakið af húsinu. Í flestum tilvikum er það þvert á móti.

Kveðja Karólína Hrönn, áhugaljósmyndari.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here