Ég veit að það hljómar asnalega, en það kemur alveg fyrir að ég tengist hlutum tilfinningaböndum. Þannig var það með Cuttlebug vélina mína. Ég keypti hana notaða, en það sá ekki á henni, ég efast um að hún hafi verið notuð oftar en í 5 skipti. Þessi vél bæði þrykkti munstri í pappír og skar hann, og guð minn góður hvað við skemmtum okkur vel saman. En svo kom að því að hún gafst upp, hennar timi var kominn, ekki möguleiki á að gera við hana. Þannig að ég fór á netið og fann aðra vél, Sizzle. Hún gerir það sama, virkar mjög svipað og Cuttlebug dúllan mín gerði en er einfaldari. Og þó að ég viti að ég eigi eftir að skemmta mér hrikalega vel með nýju vinkonu minni að þá var ekkert auðvelt að sjá eftir þessari gömlu, alls ekki auðvelt.

 

SHARE