Vefverslanir saman undir einn hatt

Nú þegar vefverslun hefur aukist til muna á Íslandi og annarsstaðar í heiminum fer maður að taka meira eftir þessum verslunum á netinu.  Verslanirnar eru stórar og smáar, þekktar og minna þekktar. Mörgum hefur kannski fundist erfitt að finna þessar verslanir þar sem þær eru ekki eru allar á sama stað. Nú hefur orðið breyting á.

Guðný Matthíasdóttir, eigandi Puha Iceland, fékk þá hugmynd um að vefverslanir myndu sameinast á eitt verslunartorg á netinu fyrr á þessu ári. Hún hafði þá gengið með hugmyndina í maganum í allnokkurn tíma. Það var svo í haust að umræðan fór aftur af stað inn á hópnum Vefverslanir á Íslandi og úr varð yfirlitssíða á netinu undir nafninu Kaupstadur.net. 


Guðný hefur haft í nógu að snúast að bæta við verslunum daglega frá því að verkefnið fór af stað og hefur Anna Braga hjá Kósýprjón.is staðið með henni í þessu og séð um að halda Instagram-síðu verslananna opinni og líflegri til að dreifa gleðinni ennþá víðar. „Viðtökurnar hafa ekki látið standa á sér! Akkúrat núna erum við með 75 verslanir inni á síðunni og nokkrar sem bíða þess að ég setji þær inn. Það kostar ekkert að vera með, allavega ekki eins og er,“ segir Guðný í samtali við Hún.is.

Þarna eru tugir lítilla og stórra vefverslana sem bjóða upp á allt milli himins og jarðar. Gjafavara, hannyrðir, íslensk hönnun, fatnaður, skrautmunir, föndurvörur og allt sem þér dettur í hug er hægt að nálgast inn á síðunni. 

Hugmyndin er svo að þessar verslanir sameinist með hina og þessa viðburði í vefsölu á helstu vefsöludögunum eins og Svörtum föstudegi og Net mánudegi svo eitthvað sé nefnt.
Í samtali við hun.is sagði Anna Braga: „Það kostar ekkert fyrir vefverslanir að vera með, við reynum bara öll að hjálpast að  á þessum skrítnu covid tímum, Krafturinn í fjöldanum og allt það. Við hvetjum allar verslanir að vera með. Sendið okkur endilega línu á lambamediais@gmail.com.“

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here