Verður í New York um hátíðarnar

Bjarki Þór hefur verið að gera það gott í MMA og tók nýverið þátt í fyrsta Evrópumóti sem haldið var í MMA. Mótið var haldið í Birmingham og sigraði Bjarki núverandi heimsmeistara í úrslitabardaganum.

12386670_10156342005925029_498902322_n

Við fengum Bjarka í yfirheyrslu hjá okkur.

 

 

Fullt nafn: Bjarki Þór Pálsson

Aldur: 29 ára

Hjúskaparstaða: Á föstu

Atvinna: Bardagamaður og þjálfari

 

Hvað ertu að gera þessa dagana? Er á leiðinni í æfingarferð til Bandaríkjanna þannig er að undirbúa mig fyrir það.

Hver var fyrsta atvinna þín? Verkamannavinna þegar eg var 12 ára hjá fyrirtækinu hans afa.

Hvað áttu alltaf í ísskápnum? Egg, fetaost, salsa sósu, jalapeno, mjólk, slátur, ávexti

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Góð steik annars er Pizzan ofarlega

Hefurðu komplexa? No comment hahaha

Hundur eða köttur? Hundur

Ertu ástfanginn?

Hefurðu grátið í brúðkaupi? Nei

Hvað er alveg ómissandi að hafa á jólunum? Fjölskylda og vinir

Hvernig fagnarðu jólum? Í New York með félaga mínum ábyggilega á fínum veitingastað

En áramótum? Verð um áramótin á Time Square

 

SHARE