Vertu með hvítt og fallegt bros

Eitt af því sem ég horfi ósjálfrátt á þegar ég er að kynnast fólki, er brosið. Brosið sýnir auðvitað tennurnar og mér finnst skipta miklu fyrir heildarmyndina að vera með fallegar tennur.

Mér gafst tækifæri til að prófa Mr. Blanc tannhvíttunarstrimlana nú á dögunum. Það sem gerir strimlana frá Mr. Blanc svona góða er að þeir ur preoxíðfríir og skemma ekki glerung eða tannhold. Tennurnar mínar voru alveg hvítar fyrir en ég hafði samt verið að velta því fyrir mér hvort maður ætti að fara í einhverja svona hvíttun.

Ég hafði séð svona myndir á netinu og ég verð að viðurkenna að mér finnst fallegra að vera með hvítar tennur en tennur sem eru nær því að vera gular.

12003173_1671604433080264_1140637001767820291_n

Ég ákvað því að slá til og prófa tvær vikur af Mr. Blanc. Efnið er í strimlum sem maður límir á tennurnar. Einn strimill á efri góm og einn strimil á neðri góm. Strimillinn helst vel á og ég fékk engin óþægindi í tennurnar, kul eða stingi. Hann þarf bara að vera á í 30 mínútur og mér fannst þetta ótrúlega lítið mál.

Eftir tvær vikur fannst mér tennurnar miklu bjartari og fallegri.

tennur fyrir og eftir

 

 

Hægt er að fá Mr. Blanc í tveggja, þriggja og sex vikna skömmtum og hægt er að panta efnið hér.

SHARE