Viðburðadagatal til að skipuleggja árið

Ef ég tala fyrir sjálfa mig þá er stærsta vandamálið mitt að vera vel skipulögð, það er svo gríðarlega mikilvægt fyrir sjálfstæðan atvinnurekanda og móður í nútímasamfélagi.

Ég rakst á ótrúlega sniðugt dagatal á vafri mínu um internetið í dag, ég hef oft verið að leitast eftir tóli sem hjálpar mér að skipuleggja mig, verandi á flakki allan daginn og í nægu að snúast. Það er mikilvægt, í minni vinnu, að vera í tengslum við þá hluti sem eru í gangi hverju sinni í samfélaginu og eru flestir mikilvægir hátíðardagar merktir inn í dagatalið auk skemmtilegra viðburða um allan heim.

Ég sé fyrir mér að geta nýtt mér þetta fyrir samfélagsmiðlana hjá hun.is til þess að vera í takt við tímann. Langaði að deila þessu með ykkur því ég veit það að margir eiga við skipulagsvanda líkt og ég.

SHARE