Ef ég tala fyrir sjálfa mig þá er stærsta vandamálið mitt að vera vel skipulögð, það er svo gríðarlega mikilvægt fyrir sjálfstæðan atvinnurekanda og móður í nútímasamfélagi.
Ég rakst á ótrúlega sniðugt dagatal á vafri mínu um internetið í dag, ég hef oft verið að leitast eftir tóli sem hjálpar mér að skipuleggja mig, verandi á flakki allan daginn og í nægu að snúast. Það er mikilvægt, í minni vinnu, að vera í tengslum við þá hluti sem eru í gangi hverju sinni í samfélaginu og eru flestir mikilvægir hátíðardagar merktir inn í dagatalið auk skemmtilegra viðburða um allan heim.
Ég sé fyrir mér að geta nýtt mér þetta fyrir samfélagsmiðlana hjá hun.is til þess að vera í takt við tímann. Langaði að deila þessu með ykkur því ég veit það að margir eiga við skipulagsvanda líkt og ég.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.