Vilja fúlgur fjár fyrir myndir af syni sínum

Að vera heimsfrægur hefur sína kosti. Þú getur til dæmis þegið þókun fyrir furðulegustu hluti, þar á meðal myndir af barninu þínu. Fregnir herma að nú rigni tilboðum yfir þau Kim Kardashian og Kanye West, og að stóru tímaritin séu þegar farin að slást um fyrstu myndirnar syni þeirra – sem kemur ekki í heiminn fyrr en í desember.

Sjá einnig: Kim Kardashian: Gæti þurft að fara í legnám

kim-kanye-vogue-billboard-650

Vefmiðillin Radar Online greinir frá því að hjónin séu með mörg tilboð á borðinu en þau komi svo sannarlega ekki til með að sætta sig við hvað sem er. Heimildarmaður miðilsins segir:

Þau vilja fá alveg helling af peningum fyrir þessar myndir. Miklu meira en þau sættu sig við þegar þau seldu myndirnar af North litlu. Kim gerir líka kröfur, það fær ekkert hvaða tímarit sem er að birta fyrstu myndirnar af syni hennar. Hún vill helst sjá þær í Vogue eða People. Eins og er þá eru þau að skoða tilboð og leita að hæstbjóðanda.

SHARE