Vill ekki sjá móður sína heitna sem draug

Harry ætlar sér ekki að horfa á nýja þáttaröð „The Crown“ sem sýnir hörmulegt andlát móður hans, Díönu prinsessu, samkvæmt heimildarmönnum PageSix. Síðasta sería þáttanna er komin út og í þeirr seríu er farið yfir það þegar Díana og unnusti hennar, Dodi Al Fayed, létust í bílslysi í París 31. ágúst 1997.

Það hefur farið fyrir brjóstið á mörgum að í sumum senum hefur Díana, leikin af Elizabeth Debicki, verið draugur sem á að vera að tala við fyrrum eiginmann sinn, Karl og móður hans Elísabetu.

Einnig eru senur þar sem Al Fayed er draugur líka.

Heimildarmaður hefur sagt frá því að Harry geti ekki horft á þessa þætti vegna þess að fjallað er um erfitt og viðkvæmt tímabil í lífi hans. Það verður nú að segjast að það kemur ekkert á óvart og er vel skiljanlegt að okkar mati.


SHARE