Vill kveðja þennan heim brosandi og hlæjandi

Fullt nafn: Sigmar Vilhjálmsson
Aldur: 36 ara
Hjúskaparstaða: giftur
Atvinna: vinn við áhugamálin min!

Hver var fyrsta atvinna þín? Skúringar og þrif.

Mannstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárunum? Útvíðar snjóþvegnar gallabuxur og rúskinns kúrekaskór.

Áttu leyndarmál sem mun fylgja þér til grafar? Já, það eiga allir að eiga slíkt.

Hefurðu farið hundóánægð/ur úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann? Já.

Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá? Nei og ekki segja mér að það sé algengt.

Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í? Haldið að góð kona hafi verið ófrísk sem hún var ekki. Hún sagði mér það. (Já ég óskaði henni tilhamingju, spurði ekki einu sinni)

Vefsíðan sem þú skoðar oftast? Mbl.is

Seinasta sms sem þú fékkst? Haha, alveg satt; Pizzan er ad leggja af stad til tin.
Kvedja Domino’s Pizza.

Hundur eða köttur? Hundur

Ertu ástfangin/n? Já, upp fyrir haus. Engu logið með það!

Hefurðu brotið lög? Já. Í tímaröð svona: stolið, slegið mann og ekið of hratt.

Hefurðu grátið í brúðkaupi? Já, af gleði. Ekki sorg.

Hefurðu stolið einhverju?  Ég hef stolið fullt. En ég var rosalega lélegur í því. Það komst alltaf allt upp. Þannig að ég hætti. Nú meira svona stelst ég í að gera eitthvað. En það kemst líka upp…

Ef þú gætir breytt einu úr fortíðinni hvað væri það? Ég myndi í raun ekki breyta neinu, þó að ég hafi gert margt sem ég hefði betur látið ógert. Það heitir víst þroski, lærdómur og reynsla.

Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun?
Í draumum mínum verða þetta bestu árin. Ég vonandi held heilsu og ætla að ferðast um heiminn með konunni. Ofdekra barnabörnin, spila golf, veiða, skíða og rífa kjaft opinberlega. Við félagarnir í 70mínútna hópnum ætlum síðan að skrá okkur allir saman á Elliheimili og standa fyrir skemmtilegum kvöldvökum! Við kveðjum þennan heim vonandi hlæjandi og brosandi hringinn!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here