Missti dóttur sína eftir aðeins 3 vikur

Hafdís Friðjónsdóttir, er 27 ára og er ein af þeim konum sem hafa náð gríðarlegum árangri með breyttum lífsstíl. Hún ákvað um mitt ár 2012 að nú væri nóg komið og fór að taka líf sitt í gegn. Síðan þá hefur hún líka upplifað sorg sem við upplifum fæst á lífstíðinni og getum ekki ímyndað okkur.

Við hjá Hún.is heyrðum um sögu Hafdísar og vildum fá að heyra meira um þessa mögnuðu konu.

Hér er Hafdís upp á sitt þyngsta 117-118 kg
Hér er Hafdís upp á sitt þyngsta 117-118 kg

„Ég fékk bara hreint út ógeð á mér og hvernig ég var farin að líta út, leið ekki vel og var alltaf svo þung á mér,“ segir Hafdís sem var orðin 117-118  kg þegar hún var upp á sitt þyngsta. skellti sér í Crossfit af kappi og fór að minnka skammtana sem hún fékk sér á diskinn og dró verulega úr neyslu gosdrykkja.

„Ég byrjaði að taka löglegar brennslutöflur og drekka vatn og fá mér kaffi í stað orkudrykkjanna. Ég hætti að borða eins mikið af brauði, snakki og pasta, minnkaði sósuátið og um leið og ég var komin af stað í ræktinni þá fór þetta allt að smella hjá mér. Minnkaði líka áfengisdrykkjuna, segir Hafdís.

10850420_10152557460893161_437210163_n
Hér er Hafdís í dag 92 kg

Þegar við spyrjum Hafdísi hvað henni finnist erfiðast við þennan nýja lífsstíl segir hún: „Mér finnst erfiðast að geta ekki „dottið“ í nammigírinn eða leyft mér jafn mikið og ég gerði, en á sama tíma er ég mjög sátt við að leyfa mér það ekki.“ Hafdís segir að sjálfstraustið hafi aukist til muna, hún sé léttari á sér og öll miklu hressari: „Ég veit hvað ég vil og mér finnst ég vera orðin fallegri.“

Á þessu ári gerðist það að Hafdís varð ófrísk í fyrsta sinn. Hún segir að þetta hafi verið langþráður draumur, en hana hafði dreymt um að verða mamma frá því að hún var 15 ára. Meðgangan gekk ótrúlega vel og Hafdís varð ekkert veik, en eftir aðeins 24 vikur og 5 daga fór fæðingin af stað af einhverri óútskýranlegri ástæðu. Litla stúlkan kom í heiminn og var aðeins 710 grömm og 32 sentimetrar á lengd, eða rúmlega 2 og hálf mörk. Hún fékk nafnið Rebekka.

Þegar börn eru svona lítil þegar þau fæðast eru um 50% líkur á því að fósturæðin, sem staðsett er við hjartað, milli ósæðar og lungnaslagæðar, nái ekki að lokast. Þá þurfa þessi litlu kríli, í sumum tilfellum, að gangast undir aðgerð sem er til þess ætluð að loka þessari æð. Rebekka litla fór í svona aðgerð. Hún fékk svo sýkingu í kjölfar aðgerðarinnar og lést svo í fangi móður sinnar, aðeins þriggja vikna gömul.

10877683_10152557463293161_2112009525_n

Missir sem þessi er sárari en maður getur ímyndað sér og við spurðum Hafdísi hvernig hún hefði komist í gegnum þetta: „Það sem hjálpaði mér og er enn að hjálpa mér að komast í gegnum þetta, er að í fyrsta skipti á ævinni þá er ég að reyna að vera opin með mínar tilfinningar og hugleiðingar. Ég á gífurlega sterka fjölskyldu og vini sem hafa staðið við bakið á mér og standa enn við bakið á mér í dag. Ég þarf ekki nema eitt símtal, eitt augnaráð eða ein skilaboð að þá er einhver kominn til mín,“ segir Hafdís og bætir við: „Ég er ennþá rosalega dofin og finn eiginlega ekki fyrir neinu nema söknuði yfir því sem átti að vera. Ég hef alla tíð t.d verið rosalega mikið jólabarn en núna verða engin jól, ég reyni en ég er samt ekki á staðnum. Ég reyni að lifa lífinu vitandi þess að þetta var lagt á mig af einhverri ástæðu, kannski til að sýna mér að ég get þetta, ég er móðir þó að Rebekka sé ekki hjá mér.“

 Aðfangadagskvöldi mun Hafdís verja með foreldrum sínum og þau munu fá sér hrygg, brúnaðar kartöflur og meðlæti. „Ætli ég fái mér ekki jólaöl svona með matnum, svo er nammiskálin alltaf á sínum stað en það verður ekki jafn gróflega tekið í hana, ef eitthvað, ég er orðin svo lítill sætinda grís,  kolvetnin hafa alltaf verið erfiðari fyrir mig,“ segir Hafdís að lokum. 

Við kveðjum þessa mögnuðu ungu konum, óskum henni alls hins besta í framhaldinu. Hún hefur gengið í gegnum margt sem við getum öll lært eitthvað af og stendur eftir sterkari en fyrr. Fjölskyldan er dýrmæt og við ættum alltaf að meta þau sem standa okkur næst af verðleikum.

Tengdar greinar:

Rebekka Sif: „Ég gat aldrei ímyndað mér neitt annað en að syngja“

„Ég held ég hafi alltaf þjáðst af kvíða“

SHARE