14 hlutir sem þurfa EKKI að geymast í ísskáp

Við höfum sjálfsagt öll/allar geymt eitthvað af þessum tegundum í ísskápnum,  Ég sjálf hef nú sett flest af þessu beint í ísskápinn sjálf!

Sósur í flöskum

Við erum að tala um Soya sósu, Tabasco og Worchestershire svo einhverjar séu nefndar.  En þessar sósur getur þú geymt í einhver ár í skápnum hjá þér.

Kartöflur

Ísskápurinn skemmir bragðið af þeim með geymslu í ísskáp hvort sem þær eru bökunar, venjulegar, rauðar eða sætar kartöflur.  Best er að geyma þær á þurrum stað og það í pappírspoka.  Lokaður plastpoki geri þær mjúkar og flýtir fyrir myglu.

Brauð

Brauð þornar fljótt í ísskáp.  Taktu fram það sem þú notar næstu 4 dagana og geymdu í boxi.  Gott er að frysta restina og tekur fram þegar þig vantar.  Alltaf gott að spara.

Laukur

Gott er að geyma lauk í netapoka sem hleypur vel í gegnum sig.  Alls ekki geyma lauk við hliðina á kartöflum því það orsakar rotnun á lauknum.

Tómatar

Ísskápur „drepur“ bragðið á tómötum ef þeir eru geymdir í ísskáp og þeir verða fyrr mjúkir þar. Til að halda þeim ferskum er best að geyma þá í pappírspoka.

Avokadó

Það borgar sig ekki að setja Avokadó inn í ísskáp fyrr en það er full þroskað, þá geymast þau þar í eina viku.  Best að er geyma það óskorið annars dökknar það þegar súrefni kemst kjötið.

Kaffi

Þetta fannst mér einkennilegt að það væri bannað að geyma kaffi í ísskáp, enda hef gert það í gegnum árin.  En það breytir bragðinu á því.  Best að er geyma í lofttæmdu góðu boxi.

Hvítlaukur

Best er að geyma hvítlauk inn í skáp en ekki ísskáp.  Ef þú stingur honum inn í kælir þá dregur það úr bragðinu og hann myglar þar.  Þegar þú hefur tekið hvítlauk í sundur er best að nota restina innan 10 daga.  Maukaður hvítlaukur er best geymdur í ísskáp eins lengi og þú vilt.

Hunang

Að setja hunang í ísskáp orsakar að það þykknar og kristallast þar.  Hunang er náttúrlegt og geymist best inn í skáp.

Melónur

Hafið þær upp á borði til að draga fram sem besta bragðið af þeim.  Við geymslu á þeim við stofuhita hjálpar til að halda andoxunar efnum betur saman í þeim.  Eftir að það er búið að skera þær niður geymast þær í ísskáp í 3-4 daga.

Olíur

Olíur þykkna og verða skýjaðar í ísskáp.  Eina olían sem má geymast þar er hnetuolía.  Annars að geyma þær allar inn í skáp.

Ávextir

Epli, ber, ferskjur, apríkósur og nektarínur eiga að geymast í skál upp á borði þar til að ávöxturinn er full þroskaður.  Það dregur úr bragðinu að geyma þessa ávexti í ísskáp.

Rafhlöður

Það er einhver mýta að það megi geyma batterí í ísskáp.  En bæði mikill hiti og eins mikill kuldi getur skemmt batterí.

Naglalakk

Eina sem ísskápurinn þinn gerir fyrir naglalakkið er að það verður þykkt og skemmir efnin sem eru í þeim.  Best að geyma þau við stofuhita og fjarri sólarljósi.

cafemom.com

SHARE