Monthly Archives: November 2014

Myndir þú gefa svöngum manni eina sneið?

Þessir menn gerðu mjög flotta samfélagslega tilraun. Maðurinn gengur að fólki og segist vera svo svangur og spyr hvort fólk megi missa eina sneið. Viðbrögðin eru ekki eins og maður myndi búast við. Mennirnir gera svo eitt mjög óvænt með enn óvæntari niðurstöðu. Sjáðu það hér!

HPV-veiran og bólusetning gegn leghálskrabbameini

HPV-veiran (Human Papilloma Virus) er aðalorsök forstigsbreytinga- og krabbameins í leghálsi. Veiran er mjög algeng og er talið að um 80% kvenna smitist af henni einhvern tímann á ævinni. Veiran smitast við kynmök og er einkum algeng hjá ungu fólki sem lifir virku kynlífi. HPV-veiran hefur meir en 100 undirtegundir. Um það bil 40 þeirra geta valdið sýkingum í kynfærum...

Fallega fjólubláir kjólar á börn

Fjólublái liturinn er ekki ýkja algengur í klæðnaði en skartar þó sínu fegursta í fallegum kjólum á stúlkubörn. Allvega ef marka má þessar ljósmyndir. Mikið af þessum ljósmyndum eru teknar úr brúðkaupum með fjólubláu þema þar sem þernurnar hafa klæðst fjólubláu. Skemmtilegur innblástur fyrir ykkur sem stefnið á brúðkaup næsta vor eða sumar. Þessar fjólubláu dúllusprengjur eru dásamlegar!              

Stuttmyndin RIMLAR: Manneskjur og misjöfn viðbrögð við sorgarferli

Um þessar mundir fer fram fjáröflun fyrir Stuttmyndina Rimla. Handrit og leikstjórn er í höndum Natans Jónssonar sem er útskrifaður úr Kvikmyndaskóla Íslands. Síðan þá hefur hann skrifað og leikstýrt tveimur stuttmyndum og er einn stofnmeðlimur í Leikfélaginu Hamfarir, en stefnt er á að setja upp fyrsta leikrit félagsins á næsta ári. Hvað gerist í lífi ungs fólks sem á...

Troða rótsterkum chili-pipar í munninn og flytja tónverk

Klassísk tónlist kann að vera hádramatísk í flutningi og meðförum hljóðfæraleikara, en þar með er þó ekki sagt að meðlimir sinfóníuhljómsveita séu með öllu gersneyddir húmor. Sinfóníuhljómsveit Danmerkur ákvað þannig að bregða á leik en allir meðlimir hljómsveitarinnar tróðu - einhverra hluta vegna - rótsterkum pipar upp í sig og smjöttuðu duglega á meðan sinfóníuhljómsveitin flutti hið gullfallega verk Tango...

8 geggjaðar leiðir til að skreyta skapahár kvenna

Skapahár kvenna og viðhorf karla til nauðrakaðra barma er viðfangsefni hinnar 23 ára gömlu Rhihannon Schneiderman. Stúlkan, sem hefur vakið ómælda athygli fyrir gerð seríunnar, segir í viðtali við Huffington Post kveikjuna að hugmyndinni hafa kviknað út frá þeim þráláta orðrómi að konur sem ekki snyrtu skapahár sín væru óaðlaðandi kynverur. „Í stuttu máli sagt fæddist hugmyndin í kjölfar ádeilna...

Skógarbjörn vappar um uppréttur

Hér sést stór og mikill skógarbjörn á vappinu í miðju íbúðarhverfi, í bænum Jefferson hjá New Jersey. Björninn gengur uppréttur nánast allan tímann, líkt og hann væri manneskja. Myndi maður ekki bara forða sér, svona í alvörunni? http://youtu.be/JuMw-tTaWCY

Einkaleyfi á fennelfræi



Fennelblómið Nigella sativa (black seed, black cumin) þarf nú aðstoð okkar til að berjast gegn græðgi Nestlé fyrirtækisins sem sótt hefur um einkaleyfi á fræjum þess, til framleiðslu á ofnæmislyfi gegn fæðuofnæmi. Fennelblómið hefur um árþúsundir þjónað mannkyni, ókeypis, við hinum ýmsum kvillum og sjúkdómum allt frá uppköstum og hitasóttum til húðsjúkdóma og hefur staðið fátækum samfélögum í mið- og austur Asía...

Notar þú túrtappa og hefur þú spáð í því hvaða efni eru í þeim?

Ó þessi skemmtilegi tími mánaðarins, blæðingar. Hvað gerir þú þegar þínar blæðingar byrja? Grípur þú túrtappa eða dömubindi? Flestum ef ekki öllum konum leiðist þessi tími mánaðarins, tilfinningin að vera á túr veldur óþægindum og getur stofnað heilsu okkar í hættu. Vissir þú það? Og svo í ofanálag þá eru það krampar og verkir og fyrirtíðarspennan. Sumar konur fá mikinn höfuðverk og...

Var með könguló fasta í eyranu

Söngkonan Katie Melua komst að því við læknisheimsókn að það væri könguló föst í eyranu á henni. Ástæðan fyrir læknisheimsókninni var vegna þess að Katie heyrði stöðugt hljóð eins og einhver væri að klóra í eyranu en hún bjóst alls ekki við því að það væri vegna þess að könguló hafði gert sig heimkomna. Köngulóin var búin að vera föst...

Kjúklingur með brúnuðum hrísgrjónum

Þessi er frábær sunnudagsmatur Kjúklingur með brúnuðum hrísgrjónum 1 kg kjúklingabitar frá Ísfugl 1 msk matarolía 1/2 tsk paprikukrydd 1/2 tsk salt 2 dl hrísgrjón 100 gr gulrætur 1/4 tsk. engifer Hitið ofninn í 200°C. Blandið saman olíu og kryddi og penslið blöndunni á kjötbitana. Raðið þeim með kjöthliðina niður í smurt eldfast mót. Steikið í ofni í 10 mínútur og snúið síðan bitunum og steikið í 20 -...

Liz var í símanum sínum að keyra

Fyrir slys var Liz ósköp venjuleg stelpa sem tók þátt í félagslífinu og var vinsæl meðal vina sinna. Hún varð hinsvegar háð símanum sínum og segist ekki hafa getið látið hann eiga sig í eina mínútu.  Móðir Liz segir í myndbandinu að þegar Liz var að taka bílprófið hafi hún varað dóttur sína við símanotkun bakvið stýri. Kaldhæðni örlaganna urðu...

12 frábær húsráð sem þú verður að sjá

1. Svona á að sjóða grænmeti 2. Ertu í vandræðum með að opna krukku. Notaðu límband 3. Þegar þú frystir hakk er best að hafa það flatt út eins og hérna. Fljótlegast að afþýða það. 4. Oreos + mjólk + klakabox = Dásamlegt ískaffi 5. Taktu utan af mangó með glasi 6. Það komast tvær skálar...

Óðir íkornar nema risavaxin grasker á brott

Hrekkjavakan kann að vera liðin, en þá staðreynd kæra dýrin sig kollótt um. Þannig fékk breski dýralífsljósmyndarinn Max Ellis þessa litlu loðbolta í heimsókn nú um helgina en íkornarnir réðu vart við sig af kæti þegar þeir fundu útskorin grasker á sólpallinum hjá Max. Þegar Max kom auga á loðinskottana í bakgarðinum, greip hann strax linsuna og hóf á loft...

Stórskrýtin ástríða kattar á paprikum

Þeir sem því halda fram að kettir kunni ekki að meta grænmeti, sérstaklega rauðar paprikur, eru á villigötum. Kettir elska paprikur, sem eru til ýmsra hluta nytsamlegar. Þær má til dæmis nota sem kodda ... takið sérstaklega eftir því hvað kötturinn gerir í lok myndbandsins.   Stórskrýtið!  

Svona er það í raun að fara í brjóstaminnkun

Það færist sífellt í aukana að konur sem eru með mjög stór brjóst fari í brjóstaminnkun. Svona er tilfinningin í raun og veru samkvæmt Buzzfeed.  

Sannleikurinn um Oscar Pistorius

Þessi heimildarmynd er frá BBC þar sem fylgst er með máli Oscar Pistorius bak við tjöldin. Oscar var handtekinn og kærður fyrir morðið á konu sinni, Reeva Steenkamp. Fylgst er með foreldrum Reeva og tekin eru viðtöl við þau eftir úrskurðinn í málinu.   Oscar hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu og segist ekki hafa myrt Reeva með yfirlögðu ráði.

Skelfilegar skólamyndatökur frá níunda áratugnum

Við skulum bara vera alveg hreinskilin. Níundi áratugurinn var eitt stórt tískuslys, eða það var allavega mjög auðvelt að plata sig út í allskyns vitleysu. Á þessum tíma þótti ekki tiltöku mál að karlmenn voru með sítt hár og permanent eða að konur væru með risavaxinn hártopp standandi upp í loftið. Reyndar var hárspreyjið svo vinsælt að ofnotkun þess átti...

Skartaðu ferskri og ilmandi blómakórónu í skammdeginu!

Blómakórónur eiga við allan ársins hring og það er fátt meira frískandi í ísi lögðu skammdegi en ljúfur ilma nýútsprunginna blóma. Að trítla út í garð og tína ferskar rósir er auðvitað draumur hverrar þeirrar konu sem ætlar að flétta í blómakórónu, en það er helber misskilningur að sumarið þurfi að daðra við gluggana.     Blómaverslanir bjóða upp á ágætt úrval ræktaðra...

Beyoncé og Blue Ivy fáránlega flottar á Halloween

Beyoncé kann að vera heimsfræg og gífurlega virt, en jafnvel drottning popptónlistarinnar fer ekki í grafgötur með aðdáun sína á Jackson og klæddist þannig upp sem Janet Jackson á sjálfa Hrekkjavöku sem var í gær, þann 31 október. Fjölskyldan var stödd í New York til að fagna hátíðarhöldum og voru þær mæðgur uppáklæddar þegar Beyoncé mætti til viðburðar á útvarpsstöðinni...

Dekur helgarinnar

Mjög einfalt og þægilegt er að útbúa þessi krem og má skipta út ilmkjarnaolíunum eftir smekk. Magn af bývaxi fer eftir hversu þykk kremin eiga að vera. Morgunfrúrarkrem - andlit 30 ml morgunfrúarolía (calendula) 5-7 gr bývax 6 dropar þýsk kamillublóma (German Chamomile) ilmkjarnaolía 4 dropar lavender ilmkjarnaolía Olían og bývaxið er brætt saman yfir vatnsbaði, tekið af hitanum og ilmkjarnaolíum bætt saman við. Sett...

Dr. Edgar Mitchell er geimfarinn sem trúir á geimverur

Sjötti maðurinn til þess að stíga á yfirborð tunglsins heitir Dr. Edgar Mitchell en hann lenti þar árið 1971 með geimferjunni Apollo 14. Í dag er geimfarinn orðinn 84 ára og lítur yfir farinn veg í nýlegu viðtali við fréttamiðilinn The Telegraph. Þar segir hann veru sína úti í geimnum hafa haft umturnandi áhrif á líf sitt, eða allt frá því...

Rebekka Sif: „Ég gat aldrei ímyndað mér neitt annað en að syngja”

Rebekka Sif er 22 ára söngkona og lagasmiður, ættuð úr Garðabænum og gaf nýverið út lagið Dusty Wind sem er með blúsuðu rokk / poppívafi en hún er höfundur bæði laglínu og texta. Rebekka mun koma fram á Off-venue á Icelandic Airwaves með hljómsveit sinni sem samanstendur af þeim Rebekku, Aroni Andra Magnússyni, Sindra Snæ Thorlacius og Helga Þorleikssyni. Í...

DIY heimilisilmur sem þú getur prófað

Viltu fá góðan ilm á heimilið! Hér er hægt að læra að gera góða lykt á heimilið. Æði!

Disney prinsessur með heilbrigðari líkamsvöxt

Loryn Brantz, einn af starfsmönnum vefsíðunnar BuzzFeed, tók sig til og breytti vaxtalagi nokkurra Disney prinsessa svo þær hefðu raunverulegri líkamsvöxt. Hún breytti þó ekki miklu heldur breikkaði einungis mittið á þeim flestum. Loryn, sem er mikill aðdáandi Disney, viðurkennir að hún hafi ekki alltaf verið sátt með líkama sinn og því er þetta málefni henni ávallt ofarlega í huga....

Uppskriftir

Marengsrúlla með kókosbollunum og marssósu

Þessi girnilega dásemd kemur frá Matarlyst á Facebook. Afar einfalt og fljótlegt er að útbúa marensrúllu, hægt er...

Möndluköku muffins

Eru afar góðar og silkimjúkar, slá alltaf í gegn og koma frá Ragnheiði á Matarlyst

Pavlova með kókosbollu, Dumlesósu og ferskum ávöxtum

Við fjölskyldan erum öll frekar mikið hrifin af pavlovu og yfirleitt ef eitthvað er um að vera mæti ég með pavlovu og...