Monthly Archives: November 2014

Lupita Nyong’o: „Ef varaliturinn væri besti vinur þinn …”

Lupita Nyong’o frumsýndi brot úr nýjustu auglýsingu Lancôme á Instagram fyrir stundu, en leikkonan sem er 31 árs að aldri, er hrífandi kvenleg og fallegri en nokkru sinni fyrr. Lupita ljóstraði því upp fyrir skömmu að hennar uppáhalds varalitur væri bjartur og eldrauður að lit: Snyrtivörur eru, í mínum augum, ramminn utan um málverkið. Það eitt að bera á mig varalit...

Robert Pattinson grípur um afturenda kærustunnar FKA Twigs

Stjarnan úr Twilight bíómyndaseríunni sást nýlega á göngu ásamt nýju unnustunni tónlistarkonunni FKA Twigs. Parið var á göngu um hádegisbilið í West Hollywood þegar Robert gerði sér lítið fyrir og greip óvænt um afturenda kærustunnar um hábjartan dag. Söngkonan FKA Twigs og leikarinn Robert Pattinson Það sem vekur þó meiri athygli er ný hárgreiðsla leikarans en hún sýnir hnakkann vel rakaðan...

Myndum af Madonnu ófótósjoppaðri var lekið á netið

Skiptar skoðanir eru útliti söngkonunnar Madonnu en á meðan sumum finnst hún líta ákaflega vel út þá finnst öðrum hún hafa farið of geist í bótoxið. Það getur þó enginn neitað því að hin 56 ára gamla söngkonu er í hörku formi. Á fimmtudaginn voru myndum af söngkonunni lekið á netið sem voru teknar af henni árið 2010 fyrir tímaritið...

Þetta kannast öll systkini við

Ef þú átt systkini þá  muntu kannast við þetta.

100 ára kona sér hafið í fyrsta skipti

Ruby er 100 ára gömul og hefur alltaf búið í Tennessee og hefur alla ævi unnið að því að hjálpa öðrum. Hún eignaðist 4 börn, vann í skyrtuverksmiðju og tíndi bómull. Hana hafði alltaf dreymt um að ferðast en hafði aldrei átt nógu mikla peninga til þess né heldur tíma. Ruby nefndi það við eina hjúkrunarkonu á dvarlarheimilinu sem hún býr...

Sjáðu tvær litlar stúlkur trekkja upp flugálfinn sinn í síðasta sinn

Ég átti líka svona flugleikfang í gamla daga. Upptrekkt og litríkt og þegar ég togaði í spottann þá fór suðandi leikfangið af stað. Mitt fór ekkert svo hátt. Skoppaði kannski tvo metra og hjökti svo til jarðar. Mitt leikfang kom alltaf aftur. ÞAÐ SNERI TIL BAKA! OG KOM TIL MÎN! TIL JARÐAR! Aumingja börnin!

7/11: Súrrealískt stelpupartý Beyoncé rakar upp 5 milljónum áhorfa á sólarhring!

Vegir Beyoncé eru með öllu órannsakanlegir; HÚN hafði ekki fyrr greint frá því í gær að tveir óútkomnir smellir eftir drottninguna hefðu lekið á netið en fullbúið myndband við stórsmellinn 7/11 kemur út á YouTube en tilefnið er Platinum útgáfa Beyoncé sem væntanleg er í næstu viku eins og lesa mátti á vefnum í gær. Myndbandið, sem er súrrealískt í...

Svona hefurðu ekki heyrt þetta lag áður

Við skulum vona að allir séu ekki komnir með nóg af þessu lagi  því þið verðið að heyra þetta. Hér er Brian Hull að syngja hið geysivinsæla lat Let It Go og hann syngur með 21 rödd Disney karaktera. Magnað!

Fallega tískudúkkan Lammily fær ömurlega Photoshop yfirhalningu

Ekki fyrr er Lammily, heilbrigðasta tískudúkka sem hægt er að velja um fyrir ungar stúlkur og drengi í jólapakkana þetta árið, komin á markað en framleiðendur sleppa í loftið niðurdrepandi kynningarstiklu sem sýnir Lammily í meðförum Photoshop. Myndbandið hefst að sjálfsögðu á skemmtilegu dúkkunni Lammily, sem HÚN kynnti til sögunnar fyrr í vikunni, í eðlilegum stærðarhlutföllum við tökur í myndveri...

Álagstímabil í samböndum: Þriðja árs krísa

Það er oft sagt að þriðja árið sé það erfiðasta í hjónabandinu, þó það hafi aldrei verið vísindalega sannað. Anna og Guðmundur, sem litu við hjá mér í vikunni sem leið, höfðu lent í þessari „þriðja árs þreytu“. Það lá reyndar vel á þeim. „Við erum búin að búa sitt í hvoru lagi í hálft ár og núna viljum við...

Má bjóða þér bolla af yfirkrúttun?

Mikið er nú gott að geta beint athyglinni að loðnum fjórfætlingum þegar ekkert nema vesen og leiðindi dynur yfir landsmenn og þjóð. Stjórnmál, fjárhagslegir erfiðleikar og önnur vonbrigði hverfa eins og dögg fyrir sólu svona rétt á meðan horft er á þessar myndir. Ráðlagður dagsskammtur af krúttlegum kanínum og öðrum loðnum félögum er einmitt nokkrir bollar á dag.      Heimild: Bored Panda

Heimsfrægir lesa ljót ummæli um eigin persónu upphátt í myndveri

Í iðu ógeðfelldra athugasemda sem látnar eru falla á netinu, í skjóli lyklaborðsins og kaffibolla er ágætt að staldra við öðru hverju og íhuga hvaða áhrif ljót ummæli geta haft og að enginn er gersneiddur tilfinningum. Þáttarstjórnandinn Jimmy Kendell er þannig duglegur við að taka saman fáránlegustu ummæli sem almenningur lætur jafnvel falla um frægt fólk í hugsunarleysi á Twitter...

Tók af sér nektarmyndir í 7 ár

Polly Penrose ákvað að fara að taka myndir af líkama sínum þegar hún tók eftir því að líkami hennar var að breytast. Þá var hún á þrítugsaldri. Þessar myndir eru teknar á 7 ára tímabili. Fyrstu myndirnar eru teknar þegar hún er ung einhleyp kona, þegar hún verður ófrísk og svo þegar hún er...

Bill Cosby neitar að tjá sig ásakanir um kynferðilega misnotkun

Í gegnum ævi Bill Cosby hafa þónokkrar konur stigið fram og sakað hann um að hafa misnotað þær kynferðislega. Þann 6. nóvember fóru Bill og konan hans í viðtal hjá fréttamanni Associated Press þar sem Bill var að kynna sýningu í The National Museum of African Art. Fréttamaður Associated Press bar þar upp spurningu um meint kynferðisbrot Bill í viðtalinu sem...

Nýr stjúppabbi með ungling

Að taka saman við manneskju sem á stálpaðan ungling er að mörgu leyti frábrugðið því að taka saman við manneskju sem á ungt barn. Unglingur sem er á mörkum þess að vera fullorðinn eða er orðinn það lögum samkvæmt, er eðli máls orðinn sjálfstæðari. Hann vill ráða því hvenær hann vakir og sefur, hvenær hann er heima í mat og...

Missti unnusta sinn í slysi

Sarah Treanor missti unnusta sinn í þyrluslysi árið 2012. Sarah, sem er graffískur hönnuður, hætti í vinnunni sinni eftir andlát hans og hóf að taka myndir af sjálfri sér. „Stuttu eftir að unnusti minn lést fór ég að taka þessar myndir. Ég veit ekki af hverju en einhverra hluta vegna fann ég mig knúna til þess,“ segir Sarah. „Mér leið...

Krúttlegar kisur sofa í IKEA dúkkurúmum

Kattareigendur hafa komið upp því sniðuga trendi að útbúa svefnstað fyrir loðboltana í dúkkurúmum frá IKEA. Sumir gæludýraeigendur hafa gengið skrefinu lengra og láta nú kanínur kúra í  rúmunum. Kannski eiga þeir erfitt með að hætta að leika sér í dúkkuleik? Þetta er aðeins of krúttlegt. Heimild: Bored Panda

Líf á sterum

Kraftlyftingamenn og konur hafa notað stera árum saman, til að byggja upp vöðva, styrk og bæta útlit sitt. Sterar eru samt líka mikið notaðir af ungum mönnum sem vilja líta betur út hratt og notkun þeirra hefur aukist gríðarlega seinustu ár. Suður Wales er orðin „höfuðborg“ steranna í Bretlandi og í þessari mynd er skoðað hvernig viðskiptin með sterana...

FRÁBÆR HREKKUR: Gáfu 3 barna einstæðri móður húsið sem hún átti að þrífa!

Takið fram vasaklútana strax og búið ykkur undir kærleiksflóð tára, gott fólk! Því hér má sjá hvernig góðgerðarsamtökin Prank It Forward blekkja einstæða þriggja barna móður frá Cleveland, Ohio sem hefur starfað við heimilisþrif um árabil, til að leggja frá sér skúringamoppuna og skála í kampavíni þess í stað! Cara Simmons, sem var kölluð að húsi nokkru til að þrífa...

Jóladagatal fyrir alla fjölskylduna

Þóra Hrund Guðbrandsdóttir og Erla Björnsdóttir eru á skrifstofu í Austurstræti 12 þar sem þær segja að ríki mikil sköpunargleði og hraði og eru allir að vinna að sýnum verkefnum og/eða fyrirtækjum. Þær stöllur eru að gefa út jóladagatal sem ber einfaldlega heitið „Jólin Okkar“. „Hugmyndin af dagatalinu kom upp yfir einum góðum kaffibolla á skrifstofunni. Oft fær maður bestu hugmyndirnar í ólíklegustu...

Ótrúlegt myndband sýnir snigla vaxa úr fósturstærð í eggi á 11 sekúndum

Að horfa á unga klekjast úr eggi er alltaf ævintýralegt, en þó hlýtur myndbandið hér að neðan sem sýnir pínulitla snigla vaxa úr því að vera fóstur og í fulla stærð að vera ævintýralegt. Það var YouTube notandi sem kallar sig Eigio sem tók tímaskeiðið í fiskabúri og sýnir hér á töfrandi hátt, en hann fylgdist með sniglunum í heila...

„Kæri elskhugi, takk fyrir nóttina okkar saman “

Skemmtikrafturinn Helga Haralds, sem tók þátt í Iceland Got Talent fyrr á árinu, segist hafa föndrað sérstök jólakort hana elskhugum sínum. Hér les hún kortin upp fyrir vini sína á facebook. „Kæri elskhugi takk fyrir nóttina okkar saman. Mér finnst þú nota tunguna á þér fullmikið þegar að þú ert í sleik.“ Það getur tekið smá stund fyrir myndbandið að birtast...

Tveir óútkomnir stórsmellir frá Beyoncé leka á netið

Tveir óútkomnir stórsmellir frá Beyoncé eru komnir á netið í fullri útgáfu, en brot úr báðum verkum láku á netið fyrr í þessari viku. Hvorugt lagið er að finna á YouTube og virðist teymi sjálfrar Beyoncé vera önnum kafið við að hrekja, elta og afturkalla smellina 7/11 og Ring Off af YouTube. Tenglar rísa og falla og útgáfustríðið á...

Ógleði og uppköst á meðgöngu

Ógleði og uppköst eru alvanaleg fyrripart meðgöngu. Ógleðin og uppköstin geta þó verið afar mismunandi. Sumar konur finna bara fyrir smávægilegri velgju hluta úr degi og kasta sjaldan upp, eða jafnvel ekkert, en aðrar eru undirlagðar af ógleði og uppköstum. Langflestar konur losna við ógleðina og uppköstin eftir þrjá mánuði og aðeins örfáar finna fyrir þessu eftir 4-5 mánuði. Hvers...

Marta María biðst afsökunnar í nýju viðtali

Ritstýra Smartlands á mbl.is, Marta María Jónasdóttir, prýðir forsíðu Fréttatímans sem kom út í dag. Mikil reiði spratt upp í kjölfar birtingar á pistli sem Marta María skrifaði um fótósjoppaðar sjálfsmyndir sem settar eru á Instagram. Vitnaði Marta María þar í ungan bloggara sem dæmi án þess þó að gefa upp nafn viðkomandi. „Vil ekki vera í svona neikvæðri orku“ „Ég taldi...

Uppskriftir

Marengsrúlla með kókosbollunum og marssósu

Þessi girnilega dásemd kemur frá Matarlyst á Facebook. Afar einfalt og fljótlegt er að útbúa marensrúllu, hægt er...

Möndluköku muffins

Eru afar góðar og silkimjúkar, slá alltaf í gegn og koma frá Ragnheiði á Matarlyst

Pavlova með kókosbollu, Dumlesósu og ferskum ávöxtum

Við fjölskyldan erum öll frekar mikið hrifin af pavlovu og yfirleitt ef eitthvað er um að vera mæti ég með pavlovu og...