Marta María biðst afsökunnar í nýju viðtali

Ritstýra Smartlands á mbl.is, Marta María Jónasdóttir, prýðir forsíðu Fréttatímans sem kom út í dag. Mikil reiði spratt upp í kjölfar birtingar á pistli sem Marta María skrifaði um fótósjoppaðar sjálfsmyndir sem settar eru á Instagram. Vitnaði Marta María þar í ungan bloggara sem dæmi án þess þó að gefa upp nafn viðkomandi.

„Vil ekki vera í svona neikvæðri orku“

„Ég taldi mig ekki vera að ráðast á hana. Ég nafngreindi engan heldur var þetta persónuleg hugleiðing í pistli. Mér fannst það hins vegar umhugsunarvert að eigandi heilsuveitingastaðar væri að gera þetta,“ segir Marta en konan hafði titlað sig sem slíkan í viðtölum þó síðar hafi komið í ljós að hún var það ekki. (…) Ég var mjög leið yfir þessu máli og á endanum komum við báðar illa út. Ég legg mikið upp úr því að lífið sé gott og ég vil ekki vera í svona neikvæðri orku og það er aldrei markmiðið að særa neinn.“

Screen Shot 2014-11-21 at 14.07.10

Biðst afsökunnar á ógæfukonu-brandaranum

Mörgum var nóg boðið þegar Marta María brá sér í gervi útigangskonu og gekk um Austurvöll til þess að athuga hvort einhver myndi þekkja hana. Fannst mörgum ósmekklegt að gera svo alvarlegt félagslegt ástanda bágstaddra að hlátursefni. Marta María biður nú í fyrsta sinn afsökunnar á gjörningnum.

„Ég hefði kannski átt að biðjast afsökunar á sínum tíma en ég geri það hér með.“

Viðtalið má lesa í heild sinni á vefsíðu Fréttatímans.

Tengdar greinar:

Ég bað hana einlægt um að skrifa ekki um myndirnar ég væri 23 ára

„Ég vissi ekki að það væri ekki hægt að láta fotosjoppa af sér instagram myndir“

 

 

SHARE