Aron Gunnarsson genginn út!

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði og leikmaður Cardiff city er genginn út. Hann og fitnessdrottningin Kristbjörg Jónasdóttir hafa verið að stinga saman nefjum og eru nú opinberlega búin að skrá sig í samband. Þetta fallega par fór til New York á dögunum þar sem Kristbjörg hélt upp á afmælið sitt.

Kristbjörg skrifaði nýlega undir samning við QNT í Belgíu og er hún andlit fyrirtækisins í evrópu og ef vel gengur Bandaríkjunum líka.

Þetta fallega par ætti því að ná vel saman þar sem þau lifa bæði og hrærast í íþróttaheiminum. Við óskum þessu fallega pari til hamingju með ástina!

Tengdar fréttir: Viðtal við Aron Einar á Hún.is

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here