
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði og leikmaður Cardiff city er genginn út. Hann og fitnessdrottningin Kristbjörg Jónasdóttir hafa verið að stinga saman nefjum og eru nú opinberlega búin að skrá sig í samband. Þetta fallega par fór til New York á dögunum þar sem Kristbjörg hélt upp á afmælið sitt.
Kristbjörg skrifaði nýlega undir samning við QNT í Belgíu og er hún andlit fyrirtækisins í evrópu og ef vel gengur Bandaríkjunum líka.
Þetta fallega par ætti því að ná vel saman þar sem þau lifa bæði og hrærast í íþróttaheiminum. Við óskum þessu fallega pari til hamingju með ástina!
Tengdar fréttir: Viðtal við Aron Einar á Hún.is