Hún er 61 árs og hann er 24 ára

Hin 61 árs gamla Cheryl McGregor á 17 barnabörn og er trúlofuð manni sem er 24 ára. Unnusti hennar heitir Quran McCain og hittust þau í fyrsta skipti þegar hann var aðeins 15 ára gamall. Þau hittust fyrst þegar Quran var að vinna á skyndibitastað sem sonur Cheryl var að reka.

Sjá einnig: Kærastan var myrt í skjóli nætur

Þau segja bæði að ekkert hafi gerst á milli þeirra af rómantískum toga fyrr en á seinasta ári. Þrátt fyrir 37 ára aldursmun segja þau að þau eigi frábært kynlíf og sterka tengingu. Þau eru með OnlyFans reikning þar sem þau deila mjög nánum augnablikum en Cheryl segir þau fá yfir sig allskonar neikvæðar athugasemdir, sem hún segir að best sé að virða að vettugi.

Quran sagði í viðtali við Dailymail: „Þó það sé mikill aldursmun hugsum við aldrei um það því Cheryl er svo ung í anda og hjarta. Margir virðast halda að ég sé að nota hana og sé að bíða eftir að vera settur í erfðaskrána hennar en það er fjarri sanni.“

Parið segir að margir hafi snúið baki við þeim þegar þau gerðu samband sitt opinbert, sérstaklega í fjölskyldu Cheryl. Þau ætla ekki að láta það stoppa sig og halda áfram að vera saman og rækta samband sitt um ókomna tíð.

Sjá einnig: Krúttsprengja! – Letidýr klappar hundi

SHARE