Ný herferð, sem nú tröllríður samfélagsmiðlum, ber nafnið Love Your Lines og hefur hún vakið mikla athygli og þá sérstaklega á Instagram.
Markmið herferðarinnar er að breyta hugsunarhætti fólks, kenna þeim að elska appelsínuhúð sína sem og slitin á sér og ekki hugsa um þetta sem einhverskonar lýti á líkamanum.
Sjá einnig: Appelsínuhúð og allt kjaftæðið!
Það er kjörið að elta þessa Instagram-síðu sem mótvægi við allar aðrar Instagram-síður sem birta einungis myndir af fyrirsætum sem búið er að laga til með myndvinnsluforriti.
Sjá einnig: Elskaðu þig eins og þú ert – Þú ert alveg nóg
Sjá einnig: Varúð – ég er með stóran maga, slit & feit læri!
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.