Jessica Simpson vildi láta minnka á sér magann!?

Eins og margir sem fylgjast með slúðri hafa orðið varir við hefur Jessica Simpson átt í baráttu við aukakílóin. Hún þyngdist vel á meðgöngu sinni en hún eignaðist dóttur fyrir nokkrum mánuðum. Jessica hefur gert samning við Weight watchers um að ná af sér aukakílóunum á ákveðnum tíma, hún fær svo veglega borgað takist henni markmiðið. Það hefur hinsvegar komið í ljós að Jessica hélt að hún næði aukakílóunum aldrei af sér á náttúrulegan hátt eða með hreyfingu og heilbrigðu matarræði, heldur reyndi hún að komast að í hjáveituaðgerð þar sem maginn er minnkaður. Augljóslega fékk hún ósk sína ekki uppfyllta enda er þessi aðgerð ekki framkvæmd nema fólk þjáist af mikilli offitu. Jessica talaði við tvo lækna en fékk neitun frá þeim. Nú hefur hún sætt sig við að létta sig á heilbrigðan hátt með hreyfingu og hollu matarræði. Það er alltaf keppni um hvaða kona er fyrst að komast aftur í gömlu gallabuxurnar sínar í Hollywood. Það er frábært að Jessica vilji vera heilbrigð og lifa heilbrigðu lífi en pressan á ungum mæðrum getur ekki verið af hinu góða. Það tekur tíma fyrir flesta að losna við meðgöngukílóin og það er bara allt í lagi!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here