Við sögðum ykkur frá því á dögunum að nýjasta fatalína Kate Moss í Topshop hefði verið kynnt í aðalverslun Topshop á Oxford Street í London fyrir skemmstu. Mikið öngþveiti myndaðist fyrir utan búðina enda voru mörg þúsund af dyggustu aðdáendum Kate samankomnir til að reyna að berja hana augum. Hér er hægt að sjá myndband frá þessu.
Fatalínan verður svo seld í 346 öðrum Topshop búðum í 41 landi og þar á meðal á Íslandi. Kate Moss sótti innblástur fyrir línuna í eigin fataskáp en fatastíll Kate er talinn vera blanda af „vintage“ og afslöppuðum klæðnaði.
Línan er komin til landsins og hér eru þær vörur sem verða í boði hér á landi
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.