Pamela Anderson „tónar“ sig niður – Myndir

Pamela Anderson er orðin 45 ára og hún er greinilega farin að tóna sig aðeins niður í klæðaburði og förðun. Hún var viðstödd International Beauty Show í New York í þessari viku.

„Þegar ég var í Baywatch vildu þeir ekki að ég væri með gerviaugnhár en ég sagði við þá að mér liði vel svona og þetta væri það útlit sem ég leitaðist eftir. Ég vildi alltaf líta glæsilega út. Ég elskaði það , ELSKAÐI ÞAÐ! Ef ég væri að vinna í sjónvarpi þá ætlaði ég að vera glæsilega og náttúrulega útlitið gæti bara verið heima.“

Pamela sagði líka frá því að hún hafi nýlega farið  í myndatöku þar sem allur farðinn var þrifinn af henni og hárið bara sett í tagl og þá segir hún að hún hafi byrjað það ferli að „tóna“ útlit sitt niður.

 

pamela-9996 pamela-9997 pamela-9998 pamela-9999

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here