Russel Crowe skilur við eiginkonu sína

Samkvæmt Bandarískum fréttamiðlum hefur hjónaband Russel Crowe og eiginkonu hans til 9 ára runnið sitt skeið. Russel Crowe & kona hans Danielle Spencer hafa tilkynnt skilnað sinn opinberlega.

Parið gifti sig árið 2003 en þau eiga tvö börn saman. Fréttir herma að hjónin séu að skilja í góðu en það er grunur um að Danielle hafi eitthvað verið að laumast með dansfélaga sínum í þættinum Dancing with the stars – Damian Whitewood, meðan Russel var upptekinn að vinna að nýjum kvikmyndum.

Það er líklega erfitt að halda hjónabandi gangandi þegar báðir aðilar vinna mikið og oft í sitthvorum hluta heimsins en það telst líklega til tíðinda þegar Hollywoodpar endist þennan tíma í hjónabandi.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here