Stjörnumerkin: Hvernig er best að losa þig við stress?

Við finnum flest fyrir stressi reglulega. Ég hef ekki enn kynnst manneskju sem er ALDREI stressuð yfir neinu. Það er misjafnt, hinsvegar, hvernig við tökumst á við stressið.

Hér eru ráð fyrir hvert stjörnumerki til að takast á við stress:

Hrútur

Það er oft mikið að gera hjá Hrútnum og þeir eru oft að reyna að lifa lífinu til hins ítrasta. Stundum ert þú, kæri Hrútur, svo orkumikill að þú hamast áfram og gleymir að njóta litlu hlutanna.

Þegar þú ert mjög stressuð/aður taktu þér þá frídag. Farðu út og njóttu náttúrunnar. Dekraðu við þig og hægðu á þér.

Naut

Þeir sem eru í merki nautsins eru mjög vinnusamir og eru ekki hrifnir af því að mistakast. Þú, duglega Naut, verður að sætta þig við að öllum mistekst inn á milli og það þarf ekki að þýða að þú sért vonlaus.

Þegar þú ert mjög stressuð/aður verður þú að leyfa þér að slaka aðeins á. Taktu þér pásu frá vinnu, hugleiddu og taktu tíma í allar ákvarðanir sem þú tekur.

Tvíburi

Tvíburar eru flóknar verur. Þeir elska að eiga góð samtöl og skemmta sér. Þegar þú staldrar svo við, kæri Tvíburi, byrjar stressið að safnast upp.

Ef þú átt erfitt með að höndla stressið, finndu þá leið til að losa þig við þessa umfram orku. Farðu að lyfta, synda eða taka langar göngur.

Sjá einnig: 4 stjörnumerki sem elska að búa til rifrildi

Krabbi

Krabbinn vill vera í öryggi og oft á tíðum kemur stressið yfir hann vegna óöryggis. Hugleiðsla er mjög mikilvæg fyrir Krabbann til að losa sig við stressið.

Annað sem er mjög gott fyrir þig að vita kæri Krabbi, er að þú stjórnar ekki alltaf örlögum þínum. Það er eitthvað hughreystandi við það og líka að aðrir stjórna ekki algjörlega sínum örlögum.

Ljón

Ljónið tekur þetta skrefinu lengra en Krabbinn og reynir að stjórna öllu. Það er mjög óraunhæft og ósanngjörn nálgun. Ljónið vill vera leiðtogi heimsins.

Missir og stjórnleysi getur valdið þér stressi, kæra Ljón. Taktu smástund, andaðu djúpt og náðu tökum á huganum, þó það sé aðeins í smá stund.

Meyja

Meyja og Tvíburi eru á margan hátt, einskonar systkini innan stjörnumerkjanna. Meyjan er rökfræðileg en á það til að vera of hörð við sjálfa sig.

Þú, kæra Meyja, vilt vita að þú getir leyst vanda, en þegar augljós lausn er ekki í sjónmáli tekur það á þig. Á svoleiðis stundum ættir þú að skrifa niður hugmyndir og hugsanir þínar. Talaðu við annað fólk um þær. Taktu nokkra daga frá vandanum og komdu svo aftur.

Sjá einnig: Hvert er þitt leynda persónueinkenni?

Vog

Það þarf mjög lítið til að stressa Vogina og ágreiningur er tákn um ójafnvægi. Ef það er ekki jafnvægi, er mjög líklegt að stressið komi strax á eftir.

Kæra Vog, ef stressið sækir að, mundu bara að þú vilt halda friðinn og láttu alla vita af því. Láttu líka vita að þú viljir ekki taka þátt í neinum aðstæðum sem fara úr böndunum.

Sporðdreki

Sporðdrekinn er mjög viðkvæmur en leggur mikið á sig til að fela tilfinningar sínar.

Þú hefur mikla þörf fyrir einveru, kæri Sporðdreki, en það getur valdið því að tilfinningarnar safnast upp. Til þess að minnka stressið verður þú að tjá þig. Ef þú þarft að láta fólk heyra það, gerðu það þá, ef þau eiga það skilið. Ekki geyma þetta innra með þér.

Bogmaður

Bogmaður elskar að hafa nóg að gera en vill ekki láta skipa sér fyrir. Af öllum stjörnumerkjunum er Bogmaður hvatvísastur.

Kæri Bogmaður, þú átt það til að vera óþolinmóð/ur og stress byggist upp þegar þér finnst þú ekki vera að uppskera eins og þú sáir. Andaðu djúpt og gerðu þér grein fyrir að góðir hlutir gerast hægt (oft). Hugleiðsla hjálpar til.

Steingeit

Steingeitin, eins og Meyjan, á það til að vera mjög hörð við sjálfa/n sig.

Þegar þú, kæra Steingeit, ert að fyllast af stressi, þá er það besta sem þú gerir, er að slaka á. Farðu í smá ferð eða í heilsulind. Finndu heitan pott og sittu þar í smá tíma, borðaðu uppáhaldsmatinn þinn. Slakaðu á.

Sjá einnig: Hvaða dýr sérð þú fyrst?

Vatnsberi

Vatnsberinn er fyndinn og ævintýragjarn og „stekkur án þess að horfa“.

Kæri Vatnsberi, þú átt það til að aftengjast veröldinni og að vera þrjósk/ur og hlustar ekki. Mundu að lífið er ekki alltaf eftir okkar höfði. Ef það stressar þig, þarftu að líta inn á við.

Fiskur

Fiskurinn er skapandi, viðkvæmur og oft á tíðum einangrar hann sig.

Þú vilt ekki vera í sviðsljósinu og þegar þú ert berskjalduð/aður verður þú stressuð/aður. Mundu að taka þér tíma fyrir þig og líttu inn á við til að hlaða batteríin.

Heimildir: Higherperspective.com

SHARE