Stjörnuspá fyrir ágúst 2021

Sumarið er ekki búið og í mörgum tilfellum er það jafnvel bara nýbyrjað. Það verða engar útihátíðir þetta árið og því verður mannskapurinn að finna sér eitthvað annað að gera um helgina en djamma og djúsa. Eða kannski bara að djamma og djúsa í minni hóp.. það má.

En hér er stjörnuspáin fyrir ágúst.

Hrúturinn 

21. mars – 20. apríl

Ágústmánuður mun færa þér nokkuð sem þú þarft virkilega á að halda í sambandinu þínu, skilning. Þú og maki þinn eruð að ganga í gegnum jákvæðar breytingar saman. Þið hafið átt góð samskipti og passað upp á að hlusta á hvort annað. Það er vinna en það skilar ykkur góðum árangri. Þetta verður verkefni ykkar fyrstu tvær vikur mánaðarins.

Ef þú ert á lausu, getur verið að þú verðir það ekki mjög lengi, þ.e.a.s ef þú ert að leita þér að maka.

Fjölskyldulífið er gott og samverustundirnar eru friðsælar og heilbrigðar. Þú munt taka eftir því að þessi mánuður verður nokkuð átakalaus. Ekkert drama og engin vandamál. Hversdagslega lífið er mjög gott og félagslífið líka. Haltu áfram að láta þína nánustu vita að þú kannt að meta þau. Notaðu tjáninguna þína til að skapa eitthvað alveg sérstakt og passaðu upp á líkama þinn.

Nautið

21. apríl – 21. maí

Þú munt, eins og Hrúturinn, svífa á vængjum ástarinnar fyrstu tvær vikur mánaðarins. Hinsvegar verður seinni hluti ágúst ekki alveg jafn dásamlegur.

Það sem gæti verið að klikka er að þú átt erfitt með að taka hlutina alla leið og þér finnst þú verða að vera 100% viss um að manneskjan sem þú ert með sé „þín, að eilífu!“ Þú átt það til að vera of ýtin/n og það getur einmitt orðið til þess að ýta fólki í burtu.

Þú ert þrjósk/ur, sem er af því að þú ert Naut, en þú munt komast að því í ágúst hvernig þessi þrjóska getur unnið á móti þér.

Tvíburinn

22. maí – 21. júní

Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af ástarlífinu þennan mánuðinn, því þú ert annað hvort í góðu og stöðugu sambandi EÐA vegna þess að þú hefur ekki áhuga á ást og rómantík um þessar mundir.

Þú hefur hinsvegar áhuga á vinskap og í þú munt vera svolítið leitandi í ágúst að manneskju til að eyða tíma með. Þú hefur ekki áhuga á rómantík og velur frekar að vinna og leika þér. Þú finnur ekkert af því sem þú leitar að, í annarri manneskju. Þú finnur það í atvinnumálum og tilboðum tengdum vinnunni en það er allt jákvætt og á leiðinni uppá við í þeim málum.

Sjá einnig: Hvað þola stjörnumerkin ekki?

Krabbinn

22. júní – 23. júlí

Það er eitthvað í stjörnunum sem gefur í skyn nýtt ástarsamband og ný tækifæri í atvinnumálum hjá þér í þessum mánuði elsku Krabbi. Það gerðist eitthvað nýlega sem gerði þér ljóst að óhjákvæmlegt er að gera einhverjar breytingar. Breytingarnar gætu kallað á erfiðar ákvarðanatökur.

Annað sem þú þarft að hafa á bakvið eyrað er að ef þú hittir einhvern annan, þá eru góðar líkur á að sá einstaklingur er mjög líklega hinn eini rétti.

Þó þessi mánuður muni væntanlega valda nokkrum svefnlausum nóttum og erfiðum tímum, verður þetta líka mánuður sem kennir þér ákveðna fágun og að losa þig við hluti sem gagnast þér ekki. Þú munt eflaust rífast eitthvað í mánuðinum en hvert rifrildi mun kenna þér eitthvað og auka sjálfstraust þitt þegar fram líða stundir. Þú kemur útúr þessu sterkari en áður.

Ljónið

24. júlí – 23. ágúst 

Fyrstu þrjár vikur þessa mánaðar líta vel út hjá þér en svo munu hlutirnir verða enn betri á fjórðu viku. Öll þessi velgengni er bundin við ástina, fjölskylduna og rómantíkina. Þegar kemur að peningum og starfsframa lítur þetta ekki alveg jafn vel út. Þú tekur samt varla eftir því því hjarta þitt er fullt af ást til vina, fjölskyldu og maka, svo neikvæðnin er óra fjarri.

Ef þú hefur áhuga á námi eða ert í námi, mun það ganga vel. Það er kjörið að skella sér í nám og mjög ákjósanleg tímasetning, akkúrat núna.

Haltu áfram að láta ljós þitt skína.

Meyjan

24. ágúst – 23. september

Það er enginn jafn mikið fyrir rútínu eins og þú kæra Meyja en ágústmánuður mun verða til þess að brjóta upp allskonar „rútínukennda“ hegðun. Þér líka ekki breytingar og þegar þær eru neyddar upp á þig, þolir þú það mjög illa.

Hefur þú kjarkinn til að opna fyrir nýjum tækifærum? Ertu nógu hugrökk/rakkur til brjóta upp mynstur sem þú hefur verið föst/fastur í alltof lengi?

Þú munt fá tilboð sem er alltof gott til að hafna. Gerðu það fyrir þig að taka skrefið og gefa tilboðinu tækifæri. Ef þú gerir það ekki, má vera að þú munir alltaf sjá eftir því. Stígðu út fyrir þægindarammann. Þú munt ekki sjá eftir því.

Vogin

24. september – 23. október

Þú munt fá allskyns misvísandi skilaboð í ágúst og það er undir þér komið að ráða úr þeim. Ef þú ert ekki í sambandi er líklegt að ástin muni banka upp á, en þú hefur ekki tíma í svoleiðis núna. Ef þú ert í sambandi mun sambandið ganga vel.

Einbeittu þér að sjálfri/um þér í ágúst. Gerðu það sem þú vilt, þegar þú vilt. Þú getur ekki gert öllum öðrum til geðs alltaf og þarft að passa upp á þig. Gerðu það sem þig hefur langað að gera lengi en ekki komið í verk.

Sjá einnig: 3 stjörnumerki sem eru með besta innsæið

Sporðdrekinn

24. október – 22. nóvember

Þemað í ágúst ætti að vera „markmið“. Þú munt setja þér markmið og ná settum markmiðum. Sjálfstraustið þitt verður í sögulegu hámarki og þú munt fá allt sem þig langar í og þú falast eftir. Þú ert fyrirmynd fyrir aðra, bæði vini og fjölskyldu, sem sjá hvað þú ert staðföst/fastur þú ert í því sem þú ert að gera.

Vinasambönd þín eru traust og náin og ástarsamband þitt líka. Þér finnst þú verða að lifa lífinu fyrir þig og engan annan. Ekki bíða eftir einhverjum öðrum áður en þú tekur ákvarðanir. Það getur verið að þú verðir sökuð/sakaður um að vera sjálfselsk/ur en í raun og veru ertu bara að passa upp á sjálfa/n þig. Ef þú ætlar að ná stórfengleika, verður þú að halda einbeitingu.

Bogmaðurinn

23. nóvember – 21. desember

Þú hefur lært það í gegnum lífið að þú þolir ekki málamiðlanir. Þú vilt bara hafa hlutina eins og ÞÚ VILT eða sleppa því. Það er þess vegna sem ágúst mun reynast þér pínulítið erfiður. Það verður hrist upp í hlutunum, en ekki hafa áhyggjur. Þú getur þetta.

Þú munt þurfa að hafa upp á fjölskyldumeðlim sem hefur ekki látið sjá sig mjög lengi eða að einhver í fjölskyldunni muni biðja þig að gera eitthvað sem þú myndir aldrei í lífinu finna upp á að gera hjá sjálfri/um þér. Þú munt komast að því að margt af því sem þú hélst um fjölskylduna þína, er rangt. Þau eru ekki eins slæm og þú hélst og þér finnst svo gaman að hjálpa, leiðbeina og elska.

Steingeitin

22. desember – 20. janúar

Þú munt þurfa að fara út fyrir þægindarammann í ágúst. Þó þér finnist alltaf best að gera allt upp á eigin spýtur, án nokkurrar hjálpar, muntu þurfa að biðja aðra um aðstoð í þessum mánuði, fólk sem þú treystir. Sú hjálp sem þú færð, mun kenna þér að það er allt í lagi að þurfa á öðrum að halda.

Í ágúst muntu læra að samfélagið í heild er mjög mikilvægt og þú þarft ekki alltaf að sligast undan ábyrgð. Það er allt í góðu að hjálpast að. Það er fólk í lífi þínu sem er alltaf að bjóðast til að hjálpa en þú hefur ekki nýtt þér það fyrr en nú. Þetta fólk kemur um leið og þú „kallar“. Þú ert elskuð/aður og það verður þér alveg ljóst í þessum mánuði.

Sjá einnig. Hvaða hundategund hentar hverju stjörnumerki?

Vatnsberinn

21. janúar – 19. febrúar

Þó allt virðist vera með felldu á yfirborðinu hjá þér ertu að takast á við áskoranir í einkalífi þínu. Það sem er að trufla þig ágúst er þín eigin nagandi samviska. Þú getur bara ekki hægt að ofhugsa hlutina. Vatnsberinn er þekktur fyrir frjótt ímyndunarafl en þetta ímyndunarafl getur gert þig alveg geðveika/n líka. Ef þú hefur ekki fengið svar við einhverju eða hefur ekki fengið að vita hvað þessum eða hinum finnst um hitt eða þetta, þarftu samt að halda áfram. Ekki skrifa handrit í huganum um hvað er raunverulega í gangi.

Á þriðju viku þessa mánaðar muntu loksins tala við manneskju sem þú átt ókláruð mál með og þið munuð loksins klára ykkar mál. Það mun gefa þér hugarró.

Fiskurinn

20. febrúar – 20. mars

Þér leiðist að hafa ekkert að gera. Þess vegna muntu taka ágúst með trompi. Þú ert tilbúin/n að taka áhættur og það eru áhætturnar sem hafa alltaf hrætt þig. Þér hefur fundist þú vera föst/fastur í ákveðnum aðstæðum en þú munt koma þér úr þeim í þessum mánuði. Þetta er komið gott.

Þú þolir ekki eftirsjá og vilt bara eiga líf fullt af framförum og hamingju. Ekkert mun stoppa þig í ágúst og ef þú heldur vel á spöðunum mun lukkan elta þig út árið.

Heimildir: Yourtango.com

SHARE