Úrræðalaus móðir sem hefur gefið upp alla von

ATH. Þessi grein er aðsend. Lesendum er frjálst að senda inn greinar undir nafnleynd í Þjóðarsálina, en þær skoðanir sem birtast hér í Þjóðarsálinni endurspegla hvorki ritstjórnarstefnu né skoðanir HÚN.IS 

Það skiptast svo sannarlega á skin og skúrir í þessu lífi og hef ég í rúm 22 ár barist fyrir tilveru sonar míns.

Sonur minn er með hinar ýmsu greiningar, eins og að vera á einhverfurófi, með AD/HD, misþroskaþrjóskuröskun og síðast en ekki síst þroskaskerðingu og gríðarlega mikla ofþyngd.

Hef ég í allnokkur ár barist fyrir því að hann fái hjálp við sinni fötlun og upp að 18 ára aldri, gekk það mjög vel. Hinsvegar eftir 18 ára aldur fóru öll sund að lokast.

Sjá einnig: „Þegar hann hélt ég væri hætt að anda, öskraði ég“

Árið 2015 (árið sem hann varð 18) sótti ég um sérstakt búsetu úrræði og mér tjáð að biðtími væri algengastur 3-4 ár. Þannig að í 4 ár var ég pollróleg. En fór svo að grennslast fyrir um hvort það færi nú ekki að koma að honum. Svörin sem ég fékk voru á þá leið að það væru svo rosalega margir sem væru að bíða og skil ég það mjög vel. Hins vegar tjáði ég þeim að ég væri ekki mamma þeirra sem væru að bíða, ég væri bara MAMMA HANS og gæti ekki haft áhyggjur af öllum hinum. Þá var mér bent á að sækja um almenna íbúð hjá félagsþjónustunni, með sérstækum stuðningi, sem ég auðvitað geri og við tekur annar biðtími þar.

Svo er okkur úthlutað nýjum ráðgjafa, þar sem að sú sem hafði verið með hann, lét af störfum, vegna aldurs.

Ég panta tíma hjá þeim nýja og eru ca. 10 dagar í þann tíma, þegar ég svo mæti, þá kemst ég að því að viðkomandi hafði ekki einu sinni haft fyrir því að lesa hans skýrslur og vissi því EKKERT um hvað málið snérist. Hún lofaði þó að kynna sér hans mál og standa vörð um hans hagsmuni. Sem að mínu mati gekk nú ekkert sérstaklega vel, því hún ætlaði sér að reyna koma honum framar í umsóknarferlinu í almenna og tekið væri tillit til þess að hann væri búin að vera á biðlista hjá þeim í 4 ár, (ekki 5) Ég er líka margbúin að benda á að það gerir honum EKKERT gott að búa með mömmu sinni lengur, þar sem mér hættir ansi mikið til að ganga undir honum og því nær hann ekki að öðlast sitt sjálfstæði, því miður. Svo get ég líka alveg viðurkennt það að ég er orðin þreytt, MJÖG ÞREYTT.

Eins mikið og ég elska þennan strák, þá er ég bara búin að missa tökin á því sem hann þarf á að halda og það þarf hreinlega einhver fagaðili að taka við keflinu.

Sjá einnig: Skrifar ljóð fyrir alvarlega veika móður- Söfnun hafin

Hann berst við mikla ofþyngd og er ég búin að reyna ansi margt til þess að hjálpa honum. Ég sótti um á Reykjalundi í offituteyminu, enn þeir söguðst ekki hafa mannskap til þess að taka við honum og eftir viðtöl við læknir, næringaráðgjafa og sjúkraþjálfara/heilsuþjálfara, var niðurstaðan sú að næringaráðgjafinn ætlaði að fylgjast með í gegnum símtöl og hitta hann eftir 3 mán. Nú eru hinsvegar komnir 12-13 mán síðan og ég aldrei heyrt í henni. Niðurstaða þjálfara var sú að hringja í guttann kl 11.45 á hverjum degi og minna hann á að fara í göngutúra HAHAHAHA . Ég reyndi að segja honum að sonur minn myndi bara sleppa því að svara í símann, sem hann og auðvitað gerði og fór ALDREI í neina göngutúra. 

Ég reyndi að segja þessu teymi að hann þyrfti manneskju með sér í svona lagað. En NEI það var ekki hlustað og nú hjakkar guttinn í sama farinu og ég ræð ekki neitt við neitt og hann orðinn 156 kg

Ef ég ætti að ná að ráða við eitthvað, þá þyrfti ég að vera heima 24/7 og hafa augu og eyru opin allan tíma, en ég er nú orðin 52 ára gömul og tel að ég þurfi að hlúa meira að sjálfri mér, því ég er sjálf orðin heilsulítil og berst við allskyns verki og fleira.

Af hverju í óskopnum er EKKI hægt að fá manneskju með honum í offituteymið og hjálpað honum að léttast og kannski síðar meir að fara í magaaðgerð? Því það er orðið alveg á kristaltæru og ein getum við þetta ekki og ef ekki verður eitthvað gert, fyrr enn seinna, mun ég missa barnið mitt, um það er ég sannfærð.

SHARE