Monthly Archives: April 2013

Er fullorðna fólkið að gera ungdóminn að aumingjum?

Mér var sett fyrir verkefni í mínu námi að koma þeirri umræðu á dagskrá að færa kjörgengið niður í 16 ár. Núna hef ég síðustu mánuði reynt að finna aðferð til að gera það og reyndist það ekki mjög auðvelt verk. Það eru mjög skiptar skoðanir á því hvort þetta sé málið, að færa kjörgengið og auka unglingalýðræði eða...

Heidi Klum bjargar syni sínum og barnfóstru frá drukknun – Myndir

Ofurfyrirsætan Heidi Klum var í fríi á Hawaii með kærastanum Martin Kirsten og 7 ára gömlum syni sínum um páskana. Þau voru að njóta veðurblíðunnar á ströndinni þegar sonurinn, Henry og 50 ára gamla barnfóstra hans tóku að dragast út á haf með kröftugri undiröldu. Heidi Klum skellti sér beint í sjóinn til þess að bjarga þeim og aðspurð sagði...

Foreldrar á facebook – Þjóðarsálin

Alveg finnst mér óþolandi foreldrar sem stöðugt pósta hverri einustu mynd sem tekin er af barninu þeirra. Leiðinlegum myndböndum þar sem er ekkert merkilegt í en foreldrar barnanna pósta af þeim því auðvitað finnst þeim allt æðislegt við þau! Stundum þarf aðeins að setja sér mörk, ég er með fullt af foreldrum á facebook en ég nenni samt ekki að...

Hafðir þú samskipti við þennan mann?

Samkvæmt dv.is óskar rannsóknardeild lögreglunnar á Akranesi nú eftir upplýsingum um ferðamanninn sem fannst látinn í Dritvík á Snæfellsnesi þann 28. mars síðastliðinn.  Talið er að hinn látni sé franskur og hafi dvalið á landinu í um það bil mánuð. Þeir sem geta gefið upplýsingar sem hjálpa til við að bera kennsl á manninn hafi samband við Lögregluna á Akranesi...

Eru kallaðar pokahórur – „Þetta er fjölskylduharmleikur“

Jóhannes Kr. Kristjánsson fréttamaður skrifar pistil á síðunni sinni þar sem hann vill vekja fólk til umhugsunar um það að ungu stúlkurnar tvær sem voru handteknar í Tékklandi eru bara börn sem enn eru að mótast: „Hvar voruð þið átján ára gömul? Hvað voruð þið að gera það ár? Um hvað hugsuðuð þið? Ég veit hvar ég var. Ég stundaði...

Gáfu ófrískri konu rafstuð – Hún tilkynnti bílslys – Myndband

Hin 29 ára gamla Lucinda White er komin 8 mánuði á leið og var ásamt kærasta sínum hjá Best Buy í Springfield þegar karlmaður ók bíl sínum á bílinn þeirra á bílastæðinu. Lögreglan var kölluð til og þegar þá bar að segir Lucinda að þeir hafi sagt sér að leggjast niður á grúfu á jörðina. Hún var að fara...

10 fallegustu dýrin – Myndband

Eflaust persónubundið en get verið nokkuð sammála um þennan lista!

Súkkulaði unaður – Uppskrift

Algjör draumur í dósum......... Það slær fátt út að narta í gott súkkulaði. Ekki satt? En hérna er eitthvað sem gæti jafnvel slegið það út. Það er ágætt að smyrja þessu á haustkex, saltstangir, eplabita já, eða bara borða það með skeið.   Efni: 1/2 bolli lint smjör 1/3 bolli púðursykur (þjappaður) 225 gr. hreinn, mjúkur rjómaostur 1 bolli flórsykur 1...

Svefnvandamál á meðgöngu – Kannast þú við þetta?

Já, þegar við verðum óléttar margfaldast oftast ástæðurnar fyrir því að það verður erfiðara að fá góðan nætursvefn en að raka á sér fæturnar þegar líður á meðgönguna!  Nokkur algeng vandamál sem geta orsakað svefnvesen á meðgöngu. Vandamál  #1: Meltingin Það er rétt að átta sig á því að meðgangan umturnar meltingarkerfi líkamans. Það verður allt hægara vegna þess að líkaminn...

Litríkir hjá Burberry í sumar – Romeo Beckham flottastur – Myndir

Það er skemmtilega litrík og falleg vor- og sumarlínan frá Burberry í ár. Þessar myndir eru flottar og að mínu mati er Romeo Beckham að koma sterkur inn því hann gerir myndirnar líflegar og skemmtilegar.  

„Hver vill biðja fyrir mér?“ – 9 ára stúlka með krabbamein

Þessi mynd gengur um á Facebook með þessum texta sem við höfum snarað yfir á íslensku: Kæru vinir og fjölskylda á Facebook. Litla 9 ára gamla frænka mín var nýlega með kviðverki og faðir hennar fór með hana á bráðavaktina á spítalanum. Þá kom í ljós að hún var með æxli á stærð við hunangsmelónu í kviðarholinu. Það voru gerðar...

Marineraður kjúklingur, ótrúlega góður – Uppskrift

Kjúklingurinn svíkur ekki!  Stundum er vinnudagurinn langur og maður velur fljótlegustu leiðina til að koma kvöldmatnum á borðið. Hefurðu spáð í að marínera kjúklinginn t.d. kvöldið áður en þú ætlar að nota hann? Kjúklingur maríneraður t.d. í Cajún sósu geymist mjög vel í ísskápnum og svo seturðu hann bara á grillið þegar þú ert tilbúin(n) til þess.      Sinneps marínering efni: ...

10 atriði sem benda til þess að hann sé sá eini rétti

Meðalmanneskja lendir í því nokkrum sinnum á ævinni að halda að hún/hann sé búin að finna „þann eina/þá einu réttu“ en svo þegar upp er staðið reynist það svo alls ekki vera. Hér eru nokkur atriði sem geta bent til þess að kærastinn þinn sé sá eini rétti: 1. Hann montar sig af þér við hvern sem vill hlusta Maðurinn sem þú...

Lögreglumaður í vímu – Myndband

Vegfarandi er stöðvaður af lögreglunni og tekur það upp á myndband. Hann telur sig vera alveg með það á hreinu að lögreglumaðurinn sé í vímu.

10 hættulegustu dýr í heimi – Myndband

Get ekki annað sagt en að það fer smá hrollur um líkamann, væri ekki til í að mæta þessum dýrum! https://youtu.be/T1EzkCzBMag?si=A42toxYr2rK-xkKY

Fjórði hættulegasti flugvöllur í heimi – Myndband

Satt að segja langar mig ekkert að sjá þann hættulegasta í heimi, hvað þá að koma þangað...

59 fermetra íbúð – Ótrúlega flott og vel skipulögð – Myndir

Þessi íbúð er ekki nema 59 fm en er ótrúlega vel skipulögð og hefur allt til alls. Sá sem hannaði hana heitir Oleg Trofimov

Kate Moss og Rihanna sjóðheitar fyrir V magazine

Get ekki neitað því, en þær stöllur Kate Moss og Rihanna eru sjóðheitar í vorblaði V Magazine.  Þær stöllur sýna nánast allt eins og sést á þessum myndum. Útgefandi: V Magazine #82 Spring 2013 Módel: Rihanna & Kate Moss Ljósmyndari: Mario Testino Stílisti: Melanie Ward Hár: Marc Lopez Förðun: Charlotte Tilbury

Venjum börnin á hollan mat – Góð uppskrift af hollri súpu

Það ungur nemur gamall temur.  venjið barnið á hollan og bragðgóðan mat! Fullorðið fólk er búið að átta sig á ýmsu bragði af mat og næringargildi hans. En hvað um börnin? Þau vita varla mikið um þetta, svo að það er okkar hlutverk að gefa þeim hollan og góðan mat. Mikilvægt er að nota gott hráefni og góð krydd, erfiðara...

Ber að ofan og ölvaður í Leifsstöð

Lögreglan á Suðurnesjum var í fyrrakvöld kvödd í Flugstöð Leifs Eiríksonar þar sem ölvaður maður var til vandræða í komusal. Hafði hann meðal annars ýtt við tollverði og farið úr af ofan. Lögreglumenn ræddu við manninn sem var mjög ölvaður og illskiljanlegur. Þeir gerðu honum grein fyrir því að hann væri ekki lengur velkominn í flugstöðinni vegna ástands síns og...

Unnusti Halle Berry sparkar ítrekað í ljósmyndara – Myndir

Halle Berry lenti á flugvelli í Los Angeles í gærkvöldi ásamt unnusta sínum Olivier Martinez og dóttur sinni Nahla. Við lendinguna tók á móti þeim hópur ljósmyndara og voru þeir frekar ágengir við litlu fjölskylduna. Þegar þau voru að reyna að komast að bílnum sínum bað Halle ljósmyndarana um að gefa þeim smá svigrúm og sagði: „Farið í burtu, við erum...

Furðulegu meðgöngudraumarnir – Kannast þú við þetta?

Margar ófrískar konur kannast við tryllta drauma og þá oft sérstaklega á fyrstu vikum/mánuðum meðgöngu, sumar konur tala um að þær verði jafnvel hræddar við að fara að sofa vegna martraða og líður stundum eins og eitthvað erfitt sé að gerast og þær séu milli svefns og vöku. Þetta er ekkert óeðlilegt og eitthvað sem margar konur upplifa, líklega...

Enginn á skilið að lenda í einelti – Myndband

Frábært myndband um stúlku sem er með einhverfu. Ótrúlegt að fá innsýn á hvernig þetta er í raun og veru. Eins og hún segir sjálf þá hugsar hún öðruvísi en sá sem ekki er með einhverfu og það getur leitt til þess að aðrir stríði fyrir það. Rosie er flott og klár stúlka!

Uppskriftir

Marengsrúlla með kókosbollunum og marssósu

Þessi girnilega dásemd kemur frá Matarlyst á Facebook. Afar einfalt og fljótlegt er að útbúa marensrúllu, hægt er...

Möndluköku muffins

Eru afar góðar og silkimjúkar, slá alltaf í gegn og koma frá Ragnheiði á Matarlyst

Pavlova með kókosbollu, Dumlesósu og ferskum ávöxtum

Við fjölskyldan erum öll frekar mikið hrifin af pavlovu og yfirleitt ef eitthvað er um að vera mæti ég með pavlovu og...