Monthly Archives: May 2014

Yndislegur leiðarvísir: Brúðkaup samkynhneigðra – Myndir

Ekki margir leiða hugann að því, en með aukinni lögleiðingu hjónabanda samkynhneigðra para víðsvegar um Evrópu og í ófáum fylkjum Bandaríkjanna, hafa ljósmyndarar orðið að tileinka sér nýjar hefðir og leiðir til að mynda pör á sjálfan brúðkaupsdaginn.  Ofansagt hljómar jafnvel örlítið forpokað og einhverjir hljóta að setja í brúnirnar við fyrstu sýn, en sannleikurinn er hins vegar sá að...

Líf að loknu brjóstnámi: Hver sagði að þú þyrftir að hafa tvö?

"Hrífandi, ögrandi og byltingarkennt" eru þau lýsingarorð sem koma í hugann þegar afrakstur samstarfsverkefnis nokkurra finnskra tískuhönnuða ber á góma, en tilefnið var að hanna allsérstæðan og vogandi sundfatnað fyrir konur sem hafa barist við brjóstakrabba og borið sigur úr býtum; uppskorið lífið að launum en glatað brjósti í baráttunni.  Verkefnið, sem ber heitið Monokini 2.0, hefur töfrandi yfirbragð og...

Athyglisvert: Hvað ef ekkert brennivín væri til – Myndband

Hér fara nokkrar staðreyndir um brennivín og þær eru bara nokkuð forvitnilegar. Spáum aðeins í þessu. Það gerðu gaurarnir hjá Buzzfeed alla vega, þegar þeir vörpuðu fram spurningu allra tíma; hvernig væri heimurinn ef ekkert brennivín væri til?   Já, í alvöru bara. Hvernig væri heimurinn ef brennivín væri ekki til?  

Yndislegt: 2 mánaða segir orðin ÉG ELSKA ÞIG – Myndband

Þeir sem til þekkja segja ungabörn geta greint tilfinningar og hughrif gegnum raddblæ og svipbrigði, aðrir eru þeir sem segja að nýfædd börn séu nærsýn með eindæmum og svo eru það þeir sem staðhæfa að börn geri ekki greinarmun á orðum. Þessi litla tveggja mánaða gamla stúlka hlýtur því að vera hin hrífandi undantekning sem sannar þá fornkveðnu reglu að...

J.Lo og David Gandy saman í sjóðheitu myndbandi

Jennifer Lopes réð topp módelið David Gandy til að leika í nýjasta tónlistarmyndbandi sínu.  David sem lesendur Hún.is ættu að kannast mjög vel við eftir að við birtum þessar myndir af honum.       Dolce&Gabbana hasarkroppurinn og J.LO eru sögð hafa verið í ótrúlega heitum senum sem tekið var upp fyrir nýjasta myndband hennar rétt fyrir utan Los Angeles fyrr í þessum...

100 fullnægingar á dag – Heimildarmynd

Margar konur myndu vera rosalega ánægðar með svona 2-3 fullnægingar á viku, en í þessari heimildarmynd er fylgst með þremur konum sem eiga við þann óvenjulega vanda, að þurfa að fá fullnægingu oft á dag. Þetta ástand er kallað á ensku Persistent Sexual Arousal Syndrome eða PSAS. Mjög áhugaverð mynd sem er vert að horfa á.   http://youtu.be/kta2ZO2ZL44

Líður barninu þínu sem það skipti ekki máli?

 Flest þekkjum við það sem foreldrar að segja við börnin okkar „ekki núna, ég er upptekin”. Mismunandi ástæður eru fyrir því hvers vegna við erum upptekin, hvort sem það er vinna, ræktin, heimilisstörf eða annað. Alltaf er jafn leiðinlegt að neita börnunum sínum þó svo það sé stundum óhjákvæmilegt. Hér á eftir eru 5 atriði til að láta börnin...

Klórblandað vatn hefur áhrif á heilsuna

Sundferð í laugum blönduðum miklum klór getur aukið áhættuna á krabbameini, ef marka má rannsókn spænskra vísindamanna í þarlendum sundlaugum. Rannsökuð voru merki um stökkbreytandi áhrif á erfðaefni hóps sundmanna í spænskum innilaugum. Það voru vísindamenn frá Rannsóknarmiðstöð í faraldsfræðum í Barcelona (CREAL) og frá Del Mar rannsóknarsjúkrahúsinu sem stóðu að rannsókninni. Niðurstöðurnar sýndu merki um skaðlega áhrifavalda á erfðaefni...

Mér finnst ekki gaman að vera mamma – Þjóðarsálin

ATH. Þessi grein er aðsend. Í Þjóðarsálinni getur fólk sent inn greinar, nafnlaust. Skoðanir sem að birtast í innsendu efni endurspegla ekki skoðanir Hún.is ———————— Ég hef lesið allskonar reynslusögur. Ég hef lesið ótal sögur kvenna af allskonar reynslu sem þær hafa átt, bæði góðar og slæmar. Margar konur skrifa um hversu „erfitt“ en vel launað starf það er að vera...

Víkingar og útrásarvíkingar – Brúðuleikhús frá New York

Sýningin SAGA og er brúðuleikrit fyrir fullorðna  með leikhópnum Wakka Wakka frá New York. Leikritið verður sýnt á Listahátíð í Þjóðleikshúsinu 5. og 6. júní næstkomandi. Andrea Ösp Karlsdóttir er íslensk leikkona og er koma til landsins með leikhópnum en sýningin hefur fengið frábæra dóma um allan heim, en sýningin fjalla um Ísland. „Sýningin er framleidd af leikhópnum Wakka Wakka productions...

Glæsilegt og óvænt bónorð – Myndband

Britney Olds stendur í þeirri trú að hún sé að fara í óvænta uppákomu fyrir vinkonu sína, en í raun er kærastinn hennar, Cameron Brooks að fara að biðja hennar. Hann gerir það líka á glæsilegan hátt! http://youtu.be/CjQrx4tpQK0

5 staðreyndir sem þú þarft að vita um eistun, já í alvöru!

Þekking er kraftur dömur mínar. Eistun geta verið yfirþyrmandi og (sorry strákar) óaðlaðandi, en flestir karlmenn æsast mikið ef við komum nálægt þeim. Þekktu eistun og boltinn er í þínum höndum. 1. Stærri eru betri Heilbrigð og frjó eistu eiga bæði að vera á stærð við valhnetu, ekki kirsuber. 2. Það er í lagi ef þau eru ekki bæði eins Um 85% af karlmönnum eru...

Þessir karlmenn koma þér í gegnum daginn – Kyntákn vikunnar

Þegar hitastigið nær varla upp fyrir tveggja stafa tölu, þá er fátt betra en að láta þessa herramenn koma sér í gegnum daginn.   Tom Hardy bara ánægjunnar vegna.   Kannski er hann bara betri svona ber að ofan! En hvað með Drake? Sagan segir að Drake og Rihanna séu ekki lengur saman! Eða er Chris Hemsworth meiri týpa fyrir þig? Held að við værum ekki mennskar ef...

Klám er BANNAÐ á Íslandi

Vissuð þið að klám er bannað á Íslandi? Ég vissi það ekki fyrr en nýlega þegar vinkona mín sagði mér það og það kom mér á óvart. Það kom mér á óvart vegna þess að það er klám alls staðar. Það er til sölu í bókabúðum, til leigu á sumum myndbandaleigum, til sölu í sumum hjálpartækjaverslunum og svo geturðu leigt...

Hún elskar Instagram: #stefanogabbana

Ég nota tækifærið í hvert skipti sem ég er erlendis og kem mér inn í eina af búðum Dolce & Gabbana.  Nýt þess að láta mig dreyma um þessar fallegu flíkur, klappa skónum og læt mig dreyma að taka þetta allt saman með mér heim.  Að sjálfsögðu fylgi ég Stefano eftir á Instagram og hvet þig líka til þess.   Stefano...

Kimye og Kardashian stórveldið

Á morgun mun stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West ganga í það heilaga í París í Frakklandi. Þetta brúðkaup er umtalað víða um heim og þrátt fyrir miklar vangaveltur og sterkan orðróm um hvar brúðkaupið verður og hvernig það verður, virðist þó bara eitt vera á hreinu. Þau munu gifta sig í París. Kim og Kanye hafa verið saman frá...

Tíska – Flottir skór fyrir sumarið

Ég viðurkenni það fúslega að ég er skófíkill og finnst fátt skemmtilegra en að skoða og máta skó sem oftast enda með mér heim!  Nú þegar sólin er farin að láta sjá sig er eins gott að skóa sig upp fyrir sumarið.  Hér getum við fundið skó allt frá flatbotnuðum þægilegum skóm til að hlaupa um í til  háhælaða...

Hingað fara hörðustu mellur Mexíkó til að deyja

Hvert snúa mellurnar í Mexíkó sér þegar þær verða of gamlar ásýndum fyrir götuna er áleitin spurning, erfið viðureignar og sorgleg í eðli sínu. Þó er sannleikurinn ekki jafn grimmilegur og ætla mætti, því mitt í öngþveiti undirheima Mexíkóborgar er að finna afar sérstætt heimili fyrir eftirlaunaþega; litríkt athvarf fyrir þær dætur götunnar sem eru orðnar alltof gamlar fyrir fagið. Elliathvarfið...

Andlitið kemur upp um duldar kynlanganir

Ef þú vilt virkilega vita hvernig einhver manneskja er í rúminu þá þarftu bara að skoða andlit manneskjunnar, samkvæmt Siang Mien sem er aldagömul austurlensk aðferð til þess að lesa í andlitsdrætti. Þeir sem þekkja til þessarar aðferðar vilja meina að úr andlitinu megi lesa allt um þína persónugerð og duldar þrár. Við vitum að engir tveir eru með nákvæmlega...

The September Issue: Harður heimur hátískunnar

Margverðlaunuð og þrælmögnuð heimildarmynd um hulinn heim hátískunnar; The September Issue hefur verið lofuð í hástert af gagnrýnendum og hlaut verðlaun á Sundance kvikmyndahátiðinni fyrir fágaða framsetningu. Hér er aðalritstjóra Vogue, sjálfri Önnu Wintour, fylgt eftir gegnum ferlið frá upphafi til enda þegar september útgáfa Vogue kom út árið 2007, en hvorki fyrr né síðar hefur veigameira né þyngra tímarit...

Yndislegt: Lítill strákur um ástir samkynhneigðra

Þessi litli strákur bregst við á svo aðdáunarverðan máta þegar hann hittir fyrir samkynhneigt par í fyrsta sinn að viðbrögð hans rötuðu í heimsfréttirnar.  Svo sætur er hann litli strákurinn, sem hefur leyst svarið við lífsgátunni með einföldum viðbrögðum sínum:  

Orð sem skilja eftir ör í sálinni – Myndir

Orð hafa meiningu og gefur okkur vald sem við höfum yfir öðrum einstaklingi.  Ljósmyndarinn Richard Johnson vann þessa stórbrotnu myndaseríu fyrir samtökin Weapon of Choice Project   Richard hefur sjálfur fengið að kynnast andlegu ofbeldi sem fellst í orðum.  Þessar myndir eru mjög áhrifaríkar og vekja mann til umhugsunar.                     Gætum orða okkar og verum góð við hvort annað. Ást og friður.  

Fegraðu húðina með ananas

Nú er ananas ekki lengur bara í kokteila og til að borða! Ananasinn er pakkaður af C-vítamíni sem hjálpar til við að losa húðina við bólur og fílapennsla, ýtir undir kollagen myndun og græðir húðina með amino sýrum. Í honum eru einnig ensím sem brjóta niður protein í húðinni sem veldur því að húðflögnun á sér stað. Talað er...

Jón Gnarr sakar Gunnar Nelson um að henda rusli – Myndband

Jón Gnarr borgarstjóri fer daglega út og tínir upp rusl. En ruslið er endalaust og hann hefur áttað sig á að eina leiðin til að útrýma því er að finna þann sem hendir því og fá hann til að hætta. Fylgist með hvort Jóni takist að finna sóðann. http://youtu.be/R9cO6Je2rVI   Hér er fyrra myndabandið sem hefur komið frá Jóni http://youtu.be/PSrj1ionniY

Uppskriftir

Möndluköku muffins

Eru afar góðar og silkimjúkar, slá alltaf í gegn og koma frá Ragnheiði á Matarlyst

Pavlova með kókosbollu, Dumlesósu og ferskum ávöxtum

Við fjölskyldan erum öll frekar mikið hrifin af pavlovu og yfirleitt ef eitthvað er um að vera mæti ég með pavlovu og...

Ertu oft með útþaninn maga?

Það þekkja það margir að fá útþaninn maga reglulega. Oft má rekja það til lofts en svo eru stundum einhverjar aðrar ástæður...