Valkyrjan fjallar um heilbrigðan lífstíl

Valkyrjan er að læra sálfræði og hefur mikið verið að pæla í tengslum sálfræðinnar við heilbrigðan lífstíl.
Margir hafa eflaust heyrt um hugræna atferlismeðferð og tilraunir Pavlovs með hunda sem lærðu að þeir fengu nammi í hvert sinn sem það heyrðist píp eða ákveðið ljós fór á.

Við vitum öll að hægt er að styrkja börn og fólk með umbun fyrir það sem þau gera vel eða rétt. En svo er hægt að fara dýpra í það og hugsa “hvernig” umbun?

Ef þú ert að læra fyrir próf og foreldrar þínir ákveða að koma inn með nammi í hvert skipti sem þú klárar 20 dæmi, þá eru miklar líkur á að þú klárir dæmin til að fá nammi. Þetta kallast Föst styrking.
Svo er hægt að umbuna á klukkutíma fresti, hvort sem þú lærir eða ekki, bara að þú sitjir þarna og ert að horfa oní bókina þína.

Eins er hægt að umbuna eftir því hversu vel þú stendur þig, eins og fólk sem vinnur á prósentum fær meiri pening eftir því sem það er duglegra að selja.
Svo er það Breytilega styrkingin, sem gerist x mörgum sinnum yfir eitthvað tímabil eftir því hversu mikinn þátt þú átt í því. T.d. hversu oft löggan stoppar þig fyrir hraðakstur, það er þér að kenna að keyra hratt og varst því stoppaður!
Útfrá þessu fór Valkyrjan aðeins að pæla í ástæðunni fyrir að svo margir skella á rassinn eftir að hafa tekið brjálað átak, æfingar á hverjum degi í viku, 100% matarræði og allur pakkinn, en svo er stigið á vigtina í lok vikunnar og ENGIN BREYTING.
Það er nú ekki mikil styrking fyrir okkur að fá enga umbun fyrir allt sem við gerðum.

Eins hefur Valkyrjan oft pælt í því af hverju maður missir ekki sentimetra fyrir það sem maður BORÐAR EKKI. Ætti maður ekki að vera umbunaður fyrir að sleppa því að borða þetta snickers sem situr þarna á borðinu?

Hversu ljúft væri það líf?

Ef við fengjum umbun fyrir hverja einustu æfingu sem við förum á, í formi útlitslegs árangurs, þá værum við auðvitað miklu fleiri sem héldum áfram að lifa heilbrigðum lífstíl.

En ef lífið væri svona auðvelt þá væru allir FIT!
Þess vegna VERÐUM VIÐ að hætta að ákveða að fara í nokkra vikna átak og hugsa ekki lengra en það, munið eftir Breytilegu styrkingunni framyfir Föstu styrkinguna.
Því Breytilega styrkingin gefur okkur árangur jafnt og þétt yfir X langt tímabil eftir því hversu mikið við leggjum í það.
Þetta er akkúrat þar sem langtíma árangurinn kemur inn í.
Við munum aldrei verða verðlaunuð með miklum útlitslegum breytingum strax og við kíkjum í spegilinn eftir daglegu æfinguna (Föst styrking), en til lengri tíma séð fáum við verðlaunin okkar margfalt bætt fyrir dugnaðinn í okkur. (Breytileg styrking).

Því ER langtíma árangur og mun ALLTAF VERA lífstílsbreyting til LANGTÍMA.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here