Afhverju ég elska karlmenn.

Karlmenn eru svo sannarlega ómissandi í mitt líf. Mér finnst karlmenn frábærir á svo margan hátt og þegar ég tek dramakast óska ég þess stundum að ég væri bara karlmaður.  Hlutirnir væru bara eitthvað svo mikið auðveldari held ég. Karlmenn labba, tala og hegða sér öðruvísi en konur og ég elska það!

Karlmenn hafa marga kosti og hér ætla ég að nefna nokkra.

Þegar ég er reið, sár eða pirruð yfir einhverju eða vantar góð ráð finnst mér oft gott að leita ráða hjá karlmönnum, þeir eru ekki jafn dramatískir og sjá oft hlutina í öðru ljósi.

Karlmenn geta verið berir að ofan nánast allsstaðar – það hlýtur að vera kostur ekki satt?

Þeir geta pissað standandi – hvaða konu hefur ekki stundum langað að geta pissað hvar sem er?

Verða myndarlegri með aldrinum. Já þetta er satt, meirihluti karlmanna verður bara myndarlegri með árunum. Ekki kvarta ég svosem yfir því.

Lesa ekki alltof mikið í hluti. Mér finnst karlmenn ekki lesa jafn mikið í alla skapaði hluti eins og konur, við spáum meira í hvaða merking var bakvið það sem einhver sagði og getum ofhugsað hlutina alltof mikið. Við græðum ekkert á því nema vanlíðan.

Karlmenn velta sér oftast ekki upp úr óþarfa hlutum. Þeim finnst það oftast algjörlega tilgangslaust og þá sleppa þeir því bara. Það er stundum gott að eiga vin eða kærasta sem pikkar í mann þegar maður er að velta sér upp úr óþarfa hlutum. Þetta virðist vera svo auðvelt fyrir þá, mér finnst erfitt að ákveða bara að sleppa því að pæla í einhverju sem mér líður illa útaf.

Mér finnst flestir karlmenn bera virðingu fyrir konum og leggja mikið upp úr því að koma vel fram við þær.

Þeir hafa oftast ekki of miklar áhyggjur af útliti sínu. Ef þeir eru í þykkari kantinum eru þeir bara sáttir með það. Ef þeir eru ósáttir með það láta þeir það sjaldan í ljós.

Þurfa oft að vera „sterkari” aðilinn tilfinningalega, einhver samfélagsleg krafa. Fá minna að láta tilfinningar í ljós en konur og reyna því oft að vera sterkir fyrir báða aðila, sem hlýtur að vera erfitt.

Svo má lengi telja. Karlmenn eru nefninlega bara alveg hreint ágætir

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here