Annað partý fyrir einhleypa – Fólk er ennþá að deita eftir seinasta partý!

Vegna mikilla eftirspurna verður haldið annað „single partý“ laugardagskvöldið 20. apríl, sem er eingöngu fyrir þá sem eru einhleypir eins og nafnið gefur til kynna og eru á aldrinum 25-45 ára. Fyrra partýið var haldið 16. mars síðastliðinn og var það hún Dagbjört Þórðardóttir sem er gestgjafi beggja partýjanna.

Dagbjört segir að fólk hafi verið virkilega ánægt með seinasta partý og þess vegna hafi verið blásið til nýs partýs svona fljótt aftur. Margir komu einir og var opið fyrir þessu.

Eftir seinasta partý fóru margir á stefnumót og Dagbjört segist vita um tilfelli þar sem fólk er ennþá að deita og allt að gerast: „Til þess var leikurinn líka gerður!“

Single partýið verður haldið í Pumping Iron salnum í Dugguvogi frá 20:00 – 01:00 á laugardaginn 20. apríl og það kostar 1.800 kr inn en athugið
að ekki er tekið á móti kortum. „Aðgangseyririnn er notaður til þess að borga allan kostnað við þetta partý – svona sameiginlegt púkk eins og þegar allar stelpurnar koma með góðgæti með sér í saumaklúbba“ segir hin hressa Dagbjört.

Dj Hlynur Jakobs sem er einn sá allra besti og hefur mikla reynslu í þessum bransa. Hann hefur spilað á mörgum skemmtistöðum í Reykjavík. Hann spilaði í siðasta single partýi og sló svona líka rækilega í gegn. 

Allar nánari upplýsingar fást hér! 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here