Stjörnuspá fyrir júlí 2023 – Fiskurinn

Fiskurinn
19. febrúar — 20. mars

Í júlí muntu líklega spyrja sjálfa/n þig hvort það sem þú gerir í vinnunni skipti raunverulega máli. Þó að virkni sé mikilvæg er líka mikilvægt að vera stoltur af vel unnu verki og þú gætir líka þurft smá klapp á bakið. Vertu dugleg/ur að hrósa samstarfsmönnum og/eða biðja þá um álit á einhverju. Samvinna er lykillinn að því að ná bestu niðurstöðunum. Þú getur verið hækkuð/aður í tign en það eru vitanlega alltaf einhverjar hindranir. Sýndu hæfileika þína, vertu skapandi og opin/n fyrir nýjum tækifærum.

Eyddu tíma í náttúrunni og passaðu að vera alltaf jarðtengd/ur. Hlustaðu á innsæi þitt því það er öflugur leiðarvísir og getur hjálpað þér að taka skynsamlegar ákvarðanir.