Stjörnuspá fyrir júlí 2023 – Ljónið

Ljónið
23. júlí — 22. ágúst

Júlí er mánuðurinn fyrir þig til að leyfa þér að vera skapandi og nýta þína einstöku sköpunargáfu. Þú gætir gert það með því að mála, skrifa, dansa eða bara hvað sem er. Taktu áhættu, því þú munt alls ekki sjá eftir því. Vertu opin/n fyrir nýjungum og gefðu fólki færi á að sjá þig eins og þú ert. Vertu félagslynd/ur og gefðu nýju fólki séns til að kynnast þér.

Þú þarft að passa upp á þig og þínar þarfir. Elskaðu þig eins og þú ert og gerðu hluti sem þér finnast skemmtilegir og gleðja þig. Passaðu upp á peningana þína og vertu meðvituð/aður um það í hvað þú eyðir peningunum.