Stjörnuspá fyrir júlí 2023 – Vogin

Vogin
23. september — 22. október

Eyddu tíma með ástvinum þínum í júlí. Farðu á stefnumót, borðaðu kvöldmat með vinum eða eigðu kósýkvöld með fjölskyldunni. Vertu diplómatísk/ur. Það er tilvalið að leysa úr ágreiningi um þessar mundir og finna sameiginlegan flöt á ágreiningsmálum. Reyndu að sjá hlutina með augum hins aðilans og vertu tilbúin/n að gera málamyndanir. Finndu leiðir til að skapa fegurð í lífi þínu. Þetta gæti þýtt eitthvað eins og að breyta einhverju á heimilinu, hlusta á fallega tónlist eða bara að dvelja í fallegri náttúrunni.

Þú dregur að þér fólk og eignast auðveldlega vini sem deila með þér ástríðu og áhugamálum. Vertu þú sjálf/ur og þú munt sjá að þú átt miklu fleiri að en þú hefur verið að átta þig á. Framfarir í starfi eru innan seilingar, en þú verður að þróa andlega seiglu þína svo þú getir tekið uppbyggjandi ákvarðanir án allrar viðkvæmni.