Stjörnuspá fyrir júlí 2023 – Meyjan

Meyjan
23. ágúst — 22. september

Það er kominn tími til að þú skipuleggir þig og júlí er frábær mánuður til þess. Farðu í gegnum allt sem þú átt og losaðu þig við það sem þú þarft ekki lengur. Gerðu lista yfir það sem þú þarft að gera og taktu svo fyrir eitt atriði í einu. Þú þarft líka að passa upp á heilsuna þína, borða hollan mat og hreyfa þig. Fáðu nógan svefn og hlustaðu á það sem líkaminn segir þér. Þú gætir líka þurft að hjálpa öðrum og jafnvel farið í sjálfboðastarf.

Þolinmæði er svo lykillinn að hamingjunni. Sérstaklega þarftu að læra að vera þolinmóð/ur við sjálfa/n þig. Þú munt eiga í góðum samskiptum við alla í lífi þínu ef þú passar bara að vera heiðarleg/ur í tjáningunni og segja það sem þér býr í brjósti.