Stjörnuspá fyrir júlí 2023 – Tvíburinn

Tvíburinn
21. maí – 20. júní

Vinnusemi þín er að skila árangri, sem leiðir til fjárhagslegs hagnaðar fyrir þig. Allt sem þú hefur lagt á þig í fortíðinni er að borga sig. Skoðaðu nýja hluti. Þú getur jafnvel skoðað bara áður óþekkt hverfi í borginni eða bara eitthvað. Gerðu eitthvað nýtt.

Það verður mikið að gera í ástarmálunum og ef þú ert í sambandi skaltu gefa makanum þínum mikla athygli og tíma. Ef þú ert einhleyp/ur þá er alveg líklegt að þú fáir mikla athygli í júlí en mundu bara að velja þér maka sem er með svipaðar skoðanir og lífssýn og þú sjálf/ur.

Forðastu að horfa bara á galla hjá fólki og vertu vakandi fyrir því hvort þú ert óþarflega gagnrýnin/n í stað þess að vera hjálpleg/ur.