Stjörnuspá fyrir júlí 2023 – Steingeitin

Steingeitin
22. desember — 19. janúar

Settu þér skýr markmið. Hvað viltu gera á næstu mánuðum, næstu þremur mánuðum eða næsta ári. Gerðu áætlun um hvernig þú vilt ná markmiðum þínum og hvaða skref þú þarft að taka til að ná þeim markmiðum. Ekki sitja bara og láta þig dreyma um markmiðin þín. Láttu verða af þessu.
Þú verður að vera þolinmóð/ur því það tekur tíma að ná markmiðum sínum, en ekki gefast upp þó móti blási.

Þú elskar skipulag svo það er mjög mikilvægt að halda því áfram til að halda utan um markmiðin og framfarirnar. Ekki hræðast það að opna þig og sýna mjúku hliðarnar þínar. Passaðu upp á peningana þína og notaðu þá á skynsamlegan hátt.