Stjörnuspá fyrir júlí 2023 – Nautið

Nautið
20. apríl – 20. maí

Júlí gæti verið krefjandi mánuður þegar kemur að fjölskyldunni og heimilinu. Kannski er kominn tími á að kanna óuppgerða hluti úr fortíðinni svo þú getir skili hvað er í gangi í núinu hjá þér og fjölskyldunni. Þú hefur tækifæri til að kíkja inn á við og íhuga tengingu þína við annað fólk og aðra staði. Það verður svolítil nostalgía í júlí hjá þér.

Farðu varlega í stefnumót í júlí og vertu viss um að mörk þín og væntingar séu skýrar frá upphafi. Þú reynir hvað þú getur að taka rétta ákvarðanir í ástarmálunum og tala frá hjartanu. Hins vegar verður þú að hafa smá hemil á þrjóskunni þinni og reyna að forðast að vera að gagnrýna aðra, því það eri svolítið í eðli þínu. Mundu að þú og maki þinn eruð í sama liðinu.