Stjörnuspá fyrir júlí 2023 – Sporðdrekinn

Sporðdrekinn
23. október — 21. nóvember

Æfðu þig í að hugleiða eða farðu að skrifa dagbók. Þetta er frábær tími til að kanna og kynnast undirmeðvitundinni þinni og kynnast þínum dýpstu langanir og ótta. Það gæti líka verið að þú sért að horfast í augu við óttann og þú þarft að sleppa tökunum á öllu gömlu sem þú hefur enga þörf fyrir lengur. Vertu meðvituð/aður um tilfinningar þínar og tjáðu þær á heilbrigðan hátt.

Í lok mánaðarins og í ágúst muntu endurskoða sambönd þín í lífinu og hvernig þau passa inn í framtíðarplönin þín. Þú vilt tryggja að þú sért umkringd/ur fólki sem vill aðeins það besta fyrir þig og þá þarf stundum aðeins að laga til í hópnum. Þú ert drífandi og vekur athygli fyrir dugnað þinn og vinnusemi.