Stjörnuspá fyrir júlí 2023 – Krabbinn

Krabbinn
21. júní — 22. júlí

Þú gætir freistast til að kaupa þér einhvern óþarfa í hvatvísi í júlí, en reyndu samt að sleppa því. Sjálfsvirði þitt á rætur í miklu dýpri hlutum en óþarfa, dauðum hlutum. Finndu leið til að fá útrás annarsstaðar en í verslun á netinu.

Eyddu tíma með þeim sem þú elskar. Júlí er góður tími til að vera tala saman, opna sig, hafa gaman og gera skemmtilega hluti með fólkinu þínu. Ræktaðu barnið innra með þér. Leyfðu þér að finna allar tilfinningar, góðar og slæmar. Það er allt í lagi að hlæja, gráta og reiðast. Þú verður að takast á við það sem er liðið til að halda áfram. Vertu þolinmóð/ur og gefðu þér tíma til að fara í gegnum tilfinningarnar.