Stjörnuspá fyrir júlí 2023 – Hrúturinn

Hrúturinn
21. mars – 19. apríl

Það er allt í góðu að gefa sjálfum sér klapp á bakið þegar vel gengur og þú hefur verið að standa þig vel. Þú verður að fara aðeins hægar og ekki keyra þig á kaf í vinnunni þinni. Þú hefur nú þegar heillað fólk með hvað þú ert dugleg/ur og afkastamikil/l en nú er kominn tími til leyfa fólki að sjá hversu fær og nákvæm/ur þú ert. Þegar þú hefur tekið fókusinn aðeins af vinnunni, gæti persónulega lífið þitt farið að blómstra. Talaðu um tilfinningar þínar og opnaðu hjarta þitt.

Farðu út og leiktu þér. Sama á hvaða aldri þú ert, maður er aldrei of gamall til að leika. Um leið og þú finnur neistann af heiðarlegum LEIK, skaltu halda honum logandi. Sama hvað.