Monthly Archives: October 2015

Hönnuðu rúm fyrir alla fjölskylduna

Hvað gerist ef maður á 5 börn undir 12 ára aldri sem vilja öll sofa sem næst foreldrum sínum? Boyce fjölskyldan lét sig ekki muna um að hanna „fjölskyldurúm“ sem er hannað til að rúma ALLA fjölskylduna. Tom og Elizabeth eiga Zach (11), Izzy (9), Ben (7), Owen (3) og Elijah (1) og þau deila öll sama rúminu. Hvernig er þetta hægt? Elizabeth...

Svona klæddi Kim Kardashian sig árið 2006

Tískan breytist og mennirnir með, ekki rétt? Flest eigum við myndir af okkur í dressi sem við kjósum helst að gleyma. Kim okkar Kardashian eltist við tískuna eins og svo margir aðrir en hérna má sjá hvernig raunveruleikastjarnan klæddi sig árið 2006. Og hafa ber í huga að tískan fer í hringi og það er örugglega ekki langt þangað til þessi...

„Hættu nú“ – Beyoncé stoppar aðstoðarkonu sína

Beyoncé var ómótstæðileg, að vanda, á rauða dreglinum á þriðjudaginn þegar hún mætti á tónleika hjá sínum heittelskaða Jay Z. Beyoncé er greinilega ánægð með að vera með hátt tagl því hún var með svipaða greiðslu á Met Gala ekki fyrir svo löngu. Aðstoðarkona Beyoncé er í óða önn að hjálpa Queen B að líta sem allra best út en Beyoncé...

Meðgönguþunglyndi eða fæðingarþunglyndi

Skilgreining á fæðingarþunglyndi er þannig að um sé að ræða þunglyndiseinkenni sem koma fram innan 4 vikna frá fæðingu. Fæðingarþunglyndi er þó tekið alvarlega eftir tvær vikur ef um er að ræða þunga líðan sem er nær stöðug. Einkenni geta verið frá því að vera væg til þess að vera mikil vanlíðan. Væg einkenni þunglyndis og geðbrigða eru algeng...

Þráir að verða grönn aftur

Kim Kardashian verður brátt 35 ára gömul. Þegar hún er spurð hvað hana langi mest í á afmælisdaginn, segir hún að hana langi til að verða mjó, ásamt því að hlakka til að hitta ófæddan son sinn. Sjá einnig: Hérna mun Kim Kardashian eiga barnið sitt Afmælisdagurinn hennar Kim er 21. október og fær hún sér alltaf kökusneið af uppáhalds kökunni...

Náðu stálinu skínandi hreinu

Þetta er alltof algeng sjón heima hjá mér að vaskarnir, blöndunartækin og niðurföll verða svona hvít mjög fljótt og það getur farið óskaplega í taugarnar á mér. Það eru alls ekki öll hreinsiefni sem hreinsa þetta og það virkar ekki að kaupa eitthvað svakalega sterkt til að ná þessu af. Sjá einnig: Húsráð: Hvernig er best að fjarlægja vín- og fitubletti? Ég...

Hundur breiðir yfir sofandi barn

Hundar eru yndislegir. Þessum kappa fannst hann verða að breiða teppi yfir sofandi barnið og sá til þess að teppinu sé kyrfilega troðið upp að því. Sjá einnig: Aðeins of fyndið – Lítil stúlka fyllist stolti þegar heimilishundurinn léttir á sér! https://www.youtube.com/watch?v=FGproEvedkI&ps=docs

Þau tilkynna óléttuna á einstakan hátt

Þetta par skortir augljóslega ekki hugmyndaflug, það er á hreinu. Þau fengu dætur sínar í lið með sér til þess að tilkynna það að fjölskyldan væri að stækka. Virkilega frumlegt og skemmtilegt! Sjá einnig: Á í erfiðleikum með að verða ólétt en hefur ekki misst vonina

Lamar útskrifaður af sjúkrahúsi – Skráir sig í meðferð

Lamar hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsinu í Las Vegas og var fluttur með þyrlu til Los Angeles þar sem hann mun fara í meðferð og endurhæfingu. Hann þarf að læra að ganga og tala á nýjan leik eftir að hafa fallið í dá fyrir viku og hefur Khloe Kardashian ekki vikið frá hlið hans. Hún hefur fylgt honum við...

Jógúrtkökur

Munið þið eftir jógúrtkökunum með súkkulaðibitunum, þessum gömlu góðu? Mig langaði ótrúlega mikið í svoleiðis um daginn svo ég fór heim til mömmu og fékk uppskriftina sem var notuð á okkar heimili.  Deigið smakkaðist alveg eins og mig minnti og fór því ekki alveg allt í formin.  Ég er búin að gera kökurnar tvisvar upp á síðkastið en í seinna...

Cameron Diaz týnir upp rusl eftir aðra

Þó að Cameron Diaz sé forrík stórstjarna þá lætur hún sitt ekki eftir liggja þegar kemur að umhverfinu. Hin 43 ára gamla leikkona var á leið í hádegisverð í Hollywood þegar sást til hennar staldra við og týna upp rusl sem varð á vegi hennar. Cameron kom sorpinu fyrir í næstu ruslatunnu og hélt glaðleg áfram göngu sinni. Sjá einnig: Cameron...

103 ára gömul ofurkona

Mary Cotter er alvöru ofurkona. Hún er 103 ára gömul og fagnaði þeim áfanga með stæl á dögunum á Montclair sem er félagsmiðstöð eldri borgara en hún hefur verið sjálfboðaliði þar í 25 ár. Vinir henni gáfu henni búninginn og kalla þau hana barþjóninn, þar sem hún sér um að gefa þeim kaffi og vatn. Sjá einnig: 102 ára gömul...

Óskar eftir stúlkum í erótískar myndatökur

Þetta er alveg hreint ótrúlegt. Það er verið að auglýsa eftir stúlkum í erótíska myndatöku á Bland.is. Auglýsingin hljómar svona: vantar konur með stór brjost og flotta rassa i erotiskar myndatökur fyrir erlent timarit goð laun i boði skiljið eftir skilaboði pm ekkert andlit mun sjast kveðja xxx fullum trunaði heitið Þetta virkar ekkert svakalega áreiðanlegt en hann setur þó tvær...

Hvað er völundarsvimi?

Skyndilegur svimi, ógleði, uppköst, minnkuð heyrn og suð fyrir eyra. Hver er orsökin? Sjúkdómurinn er í innra eyra og er af völdum breytinga á vökvamagni þar. Þetta getur gerst skyndilega og án fyrirboða. Mögulegt er að mikil streita geti ýtt undir slíkt kast. Hver eru einkennin? Skyndilegur svimi. Skyndileg ógleði. Uppköst. Verri heyrn og suð fyrir eyra. Sviminn getur komið án fyrirvara eins og þruma úr heiðskíru...

Konfektgerð er skemmtilegri en maður heldur

Í seinustu viku fór ég á konfektnámskeið. Námskeiðið var haldið í höfuðstöðvum Nóa Síríus og ég mætti galvösk til að læra um leyndardóma konfektgerðarinnar. Ég man ekki eftir því að hafa búið til konfekt nema einu sinni á ævinni og þá rúllaði maður marsipani í kúlur og dýfði í suðusúkkulaði. Það var reyndar mjög gott, svona þegar ég leiði hugann...

Sykur- og hveitilausar smákökur

Það er ennþá dálítið langt í jólabaksturinn hjá flestum en það má nú taka örlítið forskot á sæluna og gæða sér á þessum kökum í mesta skammdeginu. Ekki skemmir fyrir að þær eru meira að segja í hollari kantinum. Uppskriftin er fengin af blogginu hennar Tinnu Bjargar. Sjá einnig: Hveitilaus frönsk súkkulaðikaka Sykur- og hveitilausar smákökur 2 dl Sukrin 150 g mjúkt smjör 1 tsk...

Hvernig á að raða bókum í hillu?

Það er ekkert mál að raða bókum fallega í hillu. Það er líka ekkert mál að raða þeim þannig að það er eins og bókaskrímsli hafi ælt yfir hillurnar. Hérna eru því nokkur snilldarráð til að raða fallega í hillurnar heima hjá þér. Sjá einnig: Fullorðnir lita í litabækur – Myndir https://www.youtube.com/watch?v=H9HiN2VWBe0&ps=docs

Kókosolíutannkrem: Betra en venjulegt tannkrem

Sérfræðingar hafa komist að því að þessi blanda er mun betri fyrir okkur og áhrifameiri en venjulegt tannkrem. Sjá einnig: Hvíttaðu tennurnar með jarðarberjum og matarsóda   Það eina sem þú þarft er kókosolía, matarsódi, bragðefni eftir smekk og krukku til að geyma innihaldið í. Sjá einnig: Undraefnið kókosolía – 12 leiðir til að nota hana Það sem þú þarft að gera til þess...

Miley Cyrus hneykslaði á góðgerðarsamkomu

Söng- og leikkonan Miley Cyrus kom fram á góðgerðarsamkomunni Hilarity for Charity í Hollywood á laugardag. Miley fór sínar eigin leiðir í fatavali að venju og fannst einhverjum gestum samkomunnar nóg um. En söngkonan knáa klæddist glimmersokkabuxum og nokkuð efnislitlum og þröngum sundbol. Sjá einnig: Miley toppar sjálfa sig – Geggjaðir búningar Miley mætti á hátíðina íklædd stóru blómi.

Ert þú enn að nota örbylgjuofn?

Örbylgjuofn er til að flestum heimilum landsins. Þetta heimilistæki hefur reynst mörgum gríðarlega vel, hvað varðar þægindi og sparað okkur gríðarlega mikinn tíma. Þetta tæki er þó ef til vill verra fyrir heilsu sína en þig grunar: Sjá einnig: Það getur verið hættulegt að drekka úr plastflösku sem geymd hefur verið í hita 1.     Örbylgjuofn minnkar næringargildi fæðunnar:  Með því...

Sjáðu stuttu klippinguna hennar Kylie Jenner

Kylie Jenner (18) er komin með nýja, sjóðheita klippingu. Hún er mjög vön því að vera með hárkollur og er því dugleg að vera með allskonar nýja liti og klippingar og maður veit í raun varla hvernig hárið hennar er í raun og veru.   Kylie er komin með nýja klippingu og þykir bera þetta einstaklega vel. Liturinn er djúpur og...

Líður best í landsliðsbúningnum

Gunnleifur Gunnleifsson er markmaður í íslenska landsliðinu og hefur átt glæstan feril til þessa.  Við fengum Gulla, eins og hann er oftast kallaður til að svara nokkrum spurningum hjá okkur í Yfirheyrslu. Fullt nafn: Gunnleifur Gunnleifsson Aldur: 40 ára Hjúskaparstaða: Giftur Hildi Einarsdóttur Atvinna: Knattspyrnu og sjónvarpsmaður ... Hvað ertu að gera þessa dagana? Ég var að koma frá Tyrklandi og er í nokkurra daga fríi heima...

Kate Winslet: Geislaði á frumsýningu Steve Jobs

Leikkonan Kate Winslet mætti ásamt meðleikurum sínum, Michael Fassbender og Jeff Daniels, á frumsýningu kvikmyndarinnar Steve Jobs í London um helgina. Kate (40) gjörsamlega geislaði á rauða dreglinum og gaf sér góðan tíma til þess að blanda geði við aðdáendur sem stóðu æstir á hliðarlínunni. Sjá einnig: 15 stjörnur sem hafa gengið margoft í það heilaga Kate tók selfies með aðdáendum. Winslet og Fassbender.

Ertu vínáhugamanneskja? – Vertu með í skemmtilegum leik

Nú er farinn í gang spennandi leikur á Facebook. Reglurnar eru einfaldar. Ef þú hefur áhuga á víni, vínmenningu og hvar þú getur gert bestu kaupin á vínum hérlendis þá er það eina sem þú þarft að gera, að skrá þig á póstlista sem er á Facebook-síðunni Bestu vínkaupin. Dregið verður úr áskrifendum og vinningarnir eru allt frá kassa af góðum...

Miklar framfarir hjá Lamar Odom

Eftir að hafa vaknað úr dáinu hefur Lamar Odom náð miklum framförum. Eftir að hafa verið tekinn úr öndunarvel hefur hann getað tjáð sig, setið í stól og sent textaskilaboð, ásamt því að geta kyngt, sem þykir mjög jákvætt merki. Tjáning hans fer þó aðallega fram með fingramerkjum og enn er verið að kanna langtímaafleiðingar þessa skelfilega atburðar. Sjá einnig:...

Uppskriftir

Marengsrúlla með kókosbollunum og marssósu

Þessi girnilega dásemd kemur frá Matarlyst á Facebook. Afar einfalt og fljótlegt er að útbúa marensrúllu, hægt er...

Möndluköku muffins

Eru afar góðar og silkimjúkar, slá alltaf í gegn og koma frá Ragnheiði á Matarlyst

Pavlova með kókosbollu, Dumlesósu og ferskum ávöxtum

Við fjölskyldan erum öll frekar mikið hrifin af pavlovu og yfirleitt ef eitthvað er um að vera mæti ég með pavlovu og...