Ég hef alltaf gaman að því að sjá titla á þáttum og bíómyndum þýddar á skemmtilegan hátt. Mér finnst ótrúlega margar myndir fá heitið „Í skjóli nætur“ eða „Á bláþræði“ en það getur vel verið að það sé einhver ímyndun í mér.
Stundum þegar ég sé skemmtilegar þýðingar þá skrifa ég þær niður og mig langaði að deila nokkrum af þeim með ykkur:
 • Ástin grípur unglinginn – The Secret Life of the American Teenager
 • Bana Billa – Kill Bill 2
 • Tveir á toppnum – Leathal Weapon
 • Í heljargreipum – Butterfly on a Wheel
 • Klók eru kvennaráð – Ladies and the Champ
 • Spurt og sprellað – Buzz and Tell
 • Enginn má við mörgum – Outnumbered
 • Ökufantar í Tókýó – The Fast and the Furious: Tokyo Drift
 • Undrabarnið – August Rush
 • Logngára – A Subtle Movement of Air
 • Fræknir ferðalangar – Wild Thornberries
 • Friðarspillirinn – A Room For Romeo Brass

Svo er það náttúrulega alltaf flott þegar Mother fucker er þýtt sem asnakjálki eða melur. Líka þegar F**k you er þýtt sem „farðu norður og niður“.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here