Monthly Archives: April 2019

Skyrterta veiðimannsins

  Húsbandið mitt er í svona veiðiklúbb, ég hef að vísu aldrei séð fisk en hann hefur komið heim með allskonar góðar uppskriftir. Ég held að þeir félagar séu bara að borða í þessum ferðum, alla vega hafa þeir fitnað um sig miðjan á þessum árum sem félagsskapurinn hefur verið til! Þessi skyrkökuuppskrift kom heim með honum fyrir mörgum árum og...

Segir Johnny Depp hafa skrifað skilaboð í blóði

Amber Heard (32) ætlar ekki að þegja lengur. Í nýjum gögnum sem RadarOnline hefur undir höndum er sagt frá meintu ofbeldi í smáatriðum, en Amber sakar fyrrum eiginmann sinn, Johnny Depp (55) um alvarlegt ofbeldi. Í gögnunum er meðal annars haft eftir Amber:  Þegar við vorum búin að vera saman í um það bil ár, varð ég vitni að því að Johnny...

Ýsa með papriku og paprikusmurosti

Hér kemur ein súper einföld uppskrift úr bókinni Rögguréttir. Uppskrift: 600-800 gr ýsa 1 paprikusmurostur 1 peli rjóma 1 rauð paprika gratín ostur ( rifin) Aðferð: Ýsan skorin í bita og sett í eldfast mót. Paprikan er skorinn langsum og raðað yfir fiskinn. smurostur og rjómi brædd saman í potti og helt svo yfir fiskin í eldfasta mótinu. Að endingu er rifnum gratin osti dreift yfir og...

„Mamma mín var að skæla mikið!“

Móðurhlutverkið er bókstaflega það sem kemst næst því að vera dans á rósum í mínum huga - það er trylltur dans á nýskornum rósum með fáránlega beyttum þyrnum sem að maður sér oft ekki einusinni! Oft tekur maður dásamlegann snúning á mjúkum rósablöðum en oftast er maður í einhverjum stepp-línudansi á stilknum sem er vitanlega þakinn þyrnum vítt og...

Parmesan kartöflur

Á heimasíðunni Allskonar er að finna mjög margar góðar uppskriftir og við rákumst á þessa þarna inni. Parmesan kartöflur fyrir 4 1 kg kartöflur 3 msk olía 5 tsk hveiti 75gr parmesan, rifinn 2 msk söxuð steinselja 1 grein rósmarín Undirbúningur: 10 mínútur Eldunartími: 40 mínútur Byrjaðu á að hita ofninn í 200°C. Flysjaðu kartöflurnar og skerðu í tvennt, settu í saltvatn og láttu...

Þegar þig langar í eitthvað, hugsaðu fyrst hvort að þú getir gert þetta sjálf

Hefur þú einhverntímann verið í búð, séð eitthvað virkilega flott, fundist það samt of dýrt og hugsað að þú gætir auðveldlega búið þetta til? Ég lenti í því fyrir ekki svo löngu. Ég var með dóttur minni í búð, hún rak augun í 2 krukkur sem voru í svona viðargrind og hún skoraði á mig að gera eins. Og...

Mín leið til að auka lífsgæði mín sem vefjagigtarsjúklingur

Ég er greind með illvíga vefjagigt og hef unnið hörðum höndum að því að ná að læra að lifa með henni og sætta mig við að ég mun lifa með þennan sjúkdóm alla mína ævi. Það hafa komið tímabil þar sem ég stend ekki undir mér, er verkjuð í hverri taug og frumu líkamans, með algert svartnætti í hausnum og...

Fylltar kjúklingabringur með sveppum og beikoni

Þessi dásamlega uppskrift kemur úr safninu hennar Röggu mágkonu og ég get lofað ykkur því að bragðlaukarnir gleðjast! Uppskrift: 4 kjúklingabringur 1 box sveppir hálfur pakki beikon 1 camenbert eða 1 gullostur Sósa: 1 piparostur 1/2 líter rjóma 1 teningur kjúklingakraft hvítlaukssalt pipar Aðferð: Sveppirnir og beikoni steikt á pönnu. Helmingur sveppanna teknir frá til að setja í sósuna. Osturinn skorinn í 8 jafnstórar sneiðar. skorin vasi í bringurnar, 2 ostbitar, smá sveppir...

BESTA leiðin til að halda á barnabílstól

Þessi leið gæti bjargað mörgum konum. Hvaða móðir kannast ekki við að halda á barni sínu inn og útúr bílnum í þessum stóru stólum? Sjá einnig: 9 mistök sem foreldrar gera með barnabílstólinn 

Einfaldar leiðir til að bæta sig í námi

Þar sem ég er þroskaþjálfi að mennt þá er ég alltaf á höttunum eftir sniðugum aðferðum við að læra hlutina. Ég rakst á þessa snilld á youtube og verð að segja þó þetta sé ekki neinn nýr sannleikur þá er þetta eitthvað sem rannsóknir sýna að virkar og ég mæli með að foreldrar og nemendur kíki á þessar aðferðir.

Letingjabrauð

Maðurinn minn á það til að vera sexý í eldhúsinu og þá er hann gjarnan að baka brauð. Hann skellti í eitt svona Letingjabrauð í gærkveldi og það er bara ferlega gott. Ekkert hollt en mjög gott! Mér finnst karlmenn í eldhúsinu alltaf sexý, það er bara þannig strákar! Uppskrift: 4 dl Haframjöl 3,5 dl Hveiti 2,5 dl Sykur 2 tesk Matarsódi 1/2 tesk Negull 1 tesk Kakó 3,5...

14 ráð til að láta þig fylgja tískunni

Viljum við ekki öll vera svolítið með á nótunum og líta vel út. Þessi tískuráð eru einmitt til þess gerð. Sjá einnig: Matur sem þú verður að prófa áður en þú deyrð https://www.youtube.com/watch?v=FYiJqAXsMuU

Er þakklát fyrir að fá að laga til eftir eiginmanninn

Holly Simon hefur aldeilis hrært upp í fólki þessa vikuna. Hún gerði það með því að setja inn færslu á Facebook þar sem hún segist vera þakklát fyrir að fá að laga til eftir manninn sinn. Við þýddum þessa færslu hennar eftir bestu getu: Á hverjum degi tek ég handklæði frá honum af gardínustönginni hjá okkur og hendi því á...

Britney Spears komin inn á geðdeild

Britney Spears hefur látið leggja sig inn til að fara að vinna í geðheilsunni sinni, samkvæmt RadarOnline. Jamie Lynn, faðir Britney, veiktist skyndilega í nóvember þegar ristill hans sprakk og var hann á spítala í margar vikur eftir það. Britney er í mjög lélegu andlegu ástandi þessa dagana. Hún segir að pabbi hennar hafi bjargað lífi hennar, sem hann gerði. En hann...

Töff á páskum

Páskarnir nálgast eins og óð fluga! Ert þú farin/n að huga að skreytingum? Geggjað töff hugmyndir! Fann þessar hugmyndir á youtube https://www.youtube.com/watch?v=kDDuF7-sF5g

Rjómapönnukökur

Á heimasíðunni Allskonar er að finna mjög margar góðar uppskriftir og við rákumst á þessa þarna inni. Rjómapönnukökur 250gr hveiti 2 tsk lyftiduft 1 msk hunang hnífsoddur salt 1/2 vanillustöng 7 dl mjólk 1 egg 4 msk brætt smjör þeyttur rjómi sulta að eigin vali fersk ber Blandaðu saman í skál þurrefnunum og helltu mjólkinni út í, byrjaðu á um 5 dl. Settu nú eggið, hunang og brætt smjör út í og...

Hver vill ekki gera lífið aðeins auðveldara?

Eins mikið og ég elska föndur að þá elska ég líka að stytta mér leið, að gera lífið aðeins auðveldara. Hey, ég er útivinnandi mamma með 2 börn, ef það eru leiðir þarna úti sem geta gefið mér meiri tíma til að föndra, þá stekk ég á þær. 1. Að losna við límmiða.  Ég endurnýti glerkrukkur mikið, og það er óskup...

Hann er ALLTAF í aukahlutverki!

Þetta er eiginlega of gott. Eduardo Zapata hefur leikið aukahlutverk í fjölda þátt og í bíómyndum í Los Angeles. Hann setti saman þetta myndband sem er alveg drepfyndið. Þetta eru öll hlutverkin sem hann hefur tekið að sér. Sjá einnig: Freyja FreKja lét ekki plata sig – bráðfyndið myndband! 

Tvær konur saka David Blaine um kynferðisofbeldi

Verið er að rannsaka töframanninn David Blaine vegna ásakanna tveggja kvenna um að hann hafi misnotað þær kynferðislega. Samkvæmt Daily Beast er lögreglan í New York að skoða þetta mál en David hefur ekki verið handtekinn. Önnur kvennanna segir að David hafi misnotað hana í íbúð hans í Manhattan árið 1998. Lögreglan í New York tekur nauðgunarmál og misnotkunarmál mjög alvarlega...

ABBA að koma með nýtt lag í haust

Bjorn Ulvaeus segir að aðdáendur ABBA geti átt von á nýju lagi í september eða október á þessu ári, en hljómsveitarmeðlimir slitu samstarfi fyrir 37 árum síðan. Bjorn sagði í viðtali við Denmark's Ekstra bladet að þetta tæki allt saman mjög langan tíma. „Þessu hefur verið frestað svo lengi.“ ABBA skaust upp á stjörnuhimininn árið 1974 þegar þau tóku þátt í...

Fjölmargir kostir sjálfsfróunar

Sjálfsfróun er eitthvað sem flestir stunda en samt sem áður virðist það enn vera hálfgert feimnismál. Hægt og rólega er umræðan þó að verða opnari, sem betur fer, því sjálfsfróun er góð fyrir heilsuna og sjálfsmyndina þína. Sjálfsfróun er að veita sjálfum sér kynferðislegan unað eða fullnægingu með því að snerta kynfæri sín. Hún þarf ekki endilega að enda...

Magaverkir barna eru oft kvíði

Mörg börn kvarta yfir magaverk fyrir viðburði eins og próf eða íþróttakeppnir. Magaverkirnir tengjast kvíða og stressi. Sumir fara með börnin til læknis útaf þessum magaverkjum og gera sér ekki grein fyrir að þau þjást af kvíða. Meltingarsérfræðingur nokkur í Seattle, Dr. Nicole Sawangpont Pattamanuch, segir frá einkennum þess að barn sé haldið kvíða og hvað sé til ráða. Kvíðaröskun er...

Díana prinsessa og Karl grétu daginn sem þau skildu

Skilnaðurinn sem setti heimsbyggðina á hliðina er kannski ekki mikið í fréttum í dag en nýleg heimildarmynd um Díönu prinsessu og Karl prins sýnir heimsbyggðinni eitt og annað sem ekki hefur sést áður. Díana og Karl grétu daginn sem skilnaðurinn gekk í gegn þrátt fyrir allt sem á undan var gengið og að skilnaði loknum urðu samskipti þeirra betri en...

Eldri menn sem láta hverja konu kikna í hnjánum með kynþokka sínum

Myndirnar af þessum mönnum sýna að karlmenn geta verið brjálæðislega flottir um og eftir miðjan aldur. Ég get allavega alveg þolað að horfa á þessar myndir! Anthony Varrecchia, 53 ára  Anton Nilsson, 53 ára Francisco Cipriano,  56 ára Gianluca Vacchi, 51 árs Seth Andrew Silver,  52 ára Shan Michael Hefley, 54 ára Aiden Brady, 50ára Mark Reay – 57 ára T. Michael – 50 ára Philippe Dumas, 60 ára Verð að játa...

Hvernig hundur værir þú?

Ef þú værir hundur, hvernig hundur værir þú? Sjá einnig: Takast á um forræði yfir hundunum sínum  (function(d,s,id){var js,fjs=d.getElementsByTagName(s);if(d.getElementById(id))return;js=d.createElement(s);js.id=id;js.src='https://embed.playbuzz.com/sdk.js';fjs.parentNode.insertBefore(js,fjs);}(document,'script','playbuzz-sdk'));

Uppskriftir

Möndluköku muffins

Eru afar góðar og silkimjúkar, slá alltaf í gegn og koma frá Ragnheiði á Matarlyst

Pavlova með kókosbollu, Dumlesósu og ferskum ávöxtum

Við fjölskyldan erum öll frekar mikið hrifin af pavlovu og yfirleitt ef eitthvað er um að vera mæti ég með pavlovu og...

Ertu oft með útþaninn maga?

Það þekkja það margir að fá útþaninn maga reglulega. Oft má rekja það til lofts en svo eru stundum einhverjar aðrar ástæður...