Monthly Archives: October 2014

Gulrótarbrauð með sólþurrkuðum tómötum og hirsi frá Café Sigrún

Þetta er orkumikið brauð og tilvalið á köldum vetrardegi þegar mann langar að kúra sig inni með te, brauð og ost. Brauðið er mjög gott að því að það eru mörg nauðsynleg vítamín og steinefni í því (inniheldur m.a. sólblómafræ, gulrætur, hirsi, hveitiklíð, spelti, jógúrt) og ætti að hjálpa okkur að brosa í skammdeginu. Að minnsta kosti að láta...

Chris Martin og Jennifer Lawrence eru hætt saman

Leikkonan Jennifer Lawrence og tónlistarmaðurinn Chris Martin eru hætt saman eftir fjögurra mánaða samband. Jennifer og Chris fóru fyrst að sjást saman seinni hluta sumars og kom það mörgum á óvart þar sem þau voru talin ólíklegt par. Chris Martin er nýlega skilin frá leikkonunni Gwyneth Paltrow sem hann á tvö börn með og Jennifer sleit fyrir stuttu sambandi sínu...

Svona gerir þú laufblaðarósir

Stundum klæja fingurnir af föndurþörf og þá er gott að geta gripið eitthvað sem er við höndina og hefjast handa. Kosturinn við að föndra laufblaðarósir er að tilkostnaður er enginn nema hressandi göngutúr utandyra við tínslu blaðanna. Einnig má rífa í sundur eggjabakka og nota sem laufblöð, útkoman verður aðeins grófari en en býður einnig upp á að hægt er...

Robbie Williams skemmtir konunni sinni í hríðum

Jæja dömur! Hvernig mynduð þið bregðast við? Kýla hann eða hlæja? Eða kannski bara bæði? Robbie Williams „skemmtir“ konunni sinni, Ayda Field,  í hríðum. Robbie Williams og Ayda Fields hafa veirð saman síðan árið 2006 og eiga fyrir eina dóttur, Theodora Rose, sem fæddist í september 2012.

Þetta endaði alveg á versta veg

Hún ætlar að sýna okkur nýju fljúgandi Barbie-dúkkuna sína. Það endar ekki vel

Hvað gerist á fyrstu mínútum barns?

Þú varst að koma barni í heiminn. Þú ert í skýjunum og elskar þennan litla einstakling meira en allt. Þessi einstaklingur er samt að upplifa eitthvað allt annað en þú og er að ganga í gegnum fullt af hlutum á fyrstu 70 mínútum lífs síns. Sænskir vísindamenn tóku myndband af 28 börnum á fyrsta klukkutíma lífs þeirra (rúmlega) og komust...

Svona eru „Ó-fótósjoppaðir” konubossar í laginu

Bossar; þrýstnir og lögulegir, flatir og smágerðir, bústnir og boldungslegir. Bossar koma í öllum stærðum og gerðum. Bossar eru yndislegir, sérstaklega þegar þeir fá að njóta sín til fullnustu og hafa ekki mátt sæta harðneskjulegri meðferð af völdum myndvinnsluforrita þegar þeir birtast áhorfendum sjónum á stafrænu formi. Náttúrulega lagaðir bossar eru enda bestir; þeir sem hafa ekki verið lagfærðir af...

Heimilislaus maður spilar undurfallega á píanó

Hann hefur búið að götunni í rúm 30 ár þessi maður og sest hér við píanó og spilar undurfagurt lag.

Örsmá eðla skríður úr eggi

Það getur verið pínu erfitt að koma í heiminn. Ef maður er eðla er enda best að stoppa aðeins, hvíla lúin bein og halda svo áfram að skríða úr eggi. Voða gott. Bara aðeins að hvíla sig á milli átaka?   Svona koma eðlur í heiminn!   

Hallærislegt karaterapp slær í gegn

Þessi voru ekkert að grínast með þetta myndband sem kom út á hápunkti glanspopp-tímabilsins árið 1986. Af hverju þeim fannst sniðugt að veifa geislasverði og syngja um karate er óljóst. Hinsvegar er myndbandið orðið hálfgert költmyndband eftir að það var endurbirt á youtube. Horfið og njótið! https://www.youtube.com/watch?v=LJSZ1TwjcsQ&ps=docs&ps=docs&ps=docs&ps=docs&ps=docs&ps=docs

Kim og kúrvurnar

Kim Kardashian lá ekki beint í felum þegar hún var stödd í Van Nuys, Kaliforníu, um helgina í tökum fyrir þættina Keeping Up with the Kardashians. Sjónvarpsstjarnan, sem er 34 ára, er vön því að vera umkringd æsifréttaljósmyndurum sem fylgja henni um hvert fótspor. Þessar ljósmyndir voru teknar í lok tökudags og sést Kim ganga nokkuð spök á svip í...

Facebook síðan „Sniðgöngum Smartland” komin í loftið

Netheimar loga af bræði vegna umfjöllunar íslenskra miðla um samskipti Mörtu Maríu, ritstjóra dægurmála mbl.is og Helgu Gabríelu heilsubloggara og er orðfarið ljótt á köflum. Nú er svo komið að sett hefur verið á laggirnar sérstök Facebook síða sem ber heitið Sniðgöngum Smartland en nokkur virkni er á síðunni, sem fór í loftið þann 25. október sl. Hafa 1989 notendur...

Kelly Clarkson „slátrar“ lagi Taylor Swift

Kelly Clarkson var með tónleika nýlega í Buffalo í New York og þar tók hún lag Taylor Swift,  Shake it Off. Þetta er öðruvísi útgáfa af þessu vinsæla lagi og Kelly segir í lokin: „ Seriously, everyone gives Taylor such a hard time, but she can write a hook – I'm just sayin'.“ Taylor tvítaði um þetta myndband en hún var...

Bráðfyndin stafsetningaklúður hjá börnum

Blessuð börnin gera sitt besta en það er ekki alltaf auðvelt að læra að skrifa orðin rétt. Hér er samansafn af óheppilegum skrifvillum hjá bandarískum börnum. Í hinu mesta sakleysi eru þau að sjálfsögðu að meina eitthvað allt annað en þau síðan skrifa. Kennarar hljóta að vera ýmsu vanir! #1 Chef á það að vera #2 Math, ekki eiturlyfið Methamphetamine #3...

Segir upp störfum á Smartlandinu

Það hefur verið mikið fjallað um bloggfærslu heilsubloggarans Helgu Gabríelu síðustu daga þar sem hún gerir upp samskipti sín við Mörtu Maríu, ritstjóra Smartlands á Mbl.is. Marta María hafði samband við Helgu Gabríelu vegna mynda sem Helga birti á Instagram síðunni sinni en þessar myndir höfðu farið á flakk eftir að einhver rak augun í það að átt hafi verið...

Geggjuð og glamúrkennd hausttrend í handsnyrtingu

Fallega snyrtar neglur hafa ávallt verið í uppáhaldi hjá mér og þau eru ófá kvöldin sem ég hef eytt  með móður minni með naglaþjölina og kóralrauða lakkið. Sennilega hef ég verið kringum fermingaraldur þegar snyrtikvöldin tóku að renna upp, eitt af fætur öðru, en öll voru þau sveipuð dulúð og framandi ilm sem einungis er á færi kvenna að...

Svona gerir þú túrmerik-mjólk

Túrmerikrótin hefur lengi verið notuð í Asíu til að vinna bug gigtarsjúkdómum og að efla ónæmiskerfið. Túrmerik er ein aðaluppistaðan í hefðbundnu karrý-kryddi en hægt er einnig að kaupa þurrkað og malað túrmerik eitt og sér. Nú þegar hægt er að kaupa ferska túrmerik rót gefast nýjir möguleikar á að nýta rótina í mataræðið með fjölbreyttari hætti. Hægt er að...

Husky hundur lafhræddur við plastrottu

Þessum voffa lýst alls ekki á þessa risavöxnu plastrottu sem stillt var upp á miðju gólfi. Rottan var partur af skreytingum á heimilinu fyrir Hrekkjavökuna sem er á næsta leyti. Voffi kann þó lítið að meta þetta spaug. Hann gengur órólega í kringum rottuskrímslið og vogar sér hvergi nálægt. Hver hefði haldið að gúmmírotta væri einn helsti óvinur Husky-hundsins? https://www.youtube.com/watch?v=BTVl-Bq-d10&ps=docs&ps=docs&ps=docs&ps=docs&ps=docs

Langar þig að gefa hárinu dúndur rakabombu?

Hér eru nokkrir hármaskar sem þú getur gert sjálf heima þegar þú ætlar að eiga dekurkvöld.   Olíu og E-vítamín hármaski   Hráefni: Kókosolía og möndluolía E-vítamín hylki- 4 stk Leiðbeiningar: Kókosolían og möndluolían eru djúpnærandi og hreinsandi frá náttúrunnar hendi. Skelltu olíunum í skál og myldu E-vítamín töflurnar saman við og blandaðu vel saman. Þessu nuddar þú svo í rakt hárið og vel ofan í hársvörðinn í...

Dásamlegar uglur í dulbúningi

Uglan er tákn visku og fróðleiks. Það er ekki að ástæðulausu sem þær fá oft að prýða bækur, bókaforlög eða bókasöfn sem tákn fyrir lestur og kunnáttu. Uglurnar eru einfaldlega æðstustrumparnir í skóginum, allavega á meðal fugla. Á nóttunni vakir uglan og gefur frá sér hin dulmögnuðu hljóð sem við þekkjum úr kvikmyndunum. Hún hefur hægt um sig og vakir...

Benedict Cumberbatch tekur Beyoncé eftirhermu í myndveri

Það er ekkert einfalt að ganga eins og poppstjarna á sviði. En sjálfur Sherlock Holmes (Benedict Cumberbatch) virðist hafa taktana algerlega á hreinu. Með smávægilegri aðstoð, það er að segja. Þetta og fleira til gerðist í spjallþættinum The Graham Norton Show þegar uppistandarinn Miranda Hart hafði lagt línurnar á gólfinu og í kjölfarið stóð Benedict á fætur, krosslagði fætur á...

Kona rífur hraðbanka í sundur með berum höndum

Hér má sjá öryggismyndatökur af ótrúlegu atviki í kínverskri verslunarmiðstöð en konan á myndbandinu horfir á eftir kreditkortinu sínu inn í hraðbankann þegar hún ætlar að taka út peninga. Ḱonan tekur í stuttu máli sagt æðiskast, grípur með berum höndum um hraðbankann og rífur hann bókstaflega í sundur. Konan virðist róleg á myndbandinu og gerir enga tilraun til að flýja...

15 ára snillingur skapar þekktar kvikmyndasenur úr LEGO kubbum

Það er engum ofsögum sagt að börn ættu að leika með Lego kubba; sem eru óþrjótandi uppspretta skapandi hugmynda. Það hefur Morgan Spence, fimmtán ára gamall, gert frá unga aldri en kubbarnir leika í höndunum á drengnum. Þannig greinir vefmiðillinn Mashable frá því hvað gerðist þegar Lego-listamaðurinn Warren Elsmore gaf Morgan það flókna verkefni að búa til kynningarmyndband sem byggði...

Systur syngja um stríðið í Sýrlandi -senda umheiminum skilaboð

Tvær systur ákváðu að fara öðruvísi að til að vekja athygli á því sem er að gerast í Sýrlandi, Írak, Lebanon og Palestínu án þess að birta ofbeldisfullt myndefni. Þær gerðu myndbandið To Our Countries sem hefur fengið yfir miljón áhorf á youtube á aðeins tveimur vikum. Einfaldleikinn áhrifaríkur „Við vinnum með andstæður. Sorg og von, söng og tal, svartan klæðnað...

Uppskriftir

Möndluköku muffins

Eru afar góðar og silkimjúkar, slá alltaf í gegn og koma frá Ragnheiði á Matarlyst

Pavlova með kókosbollu, Dumlesósu og ferskum ávöxtum

Við fjölskyldan erum öll frekar mikið hrifin af pavlovu og yfirleitt ef eitthvað er um að vera mæti ég með pavlovu og...

Ertu oft með útþaninn maga?

Það þekkja það margir að fá útþaninn maga reglulega. Oft má rekja það til lofts en svo eru stundum einhverjar aðrar ástæður...