Áhugaljósmyndarinn talinn hafa brotið gegn 13 stúlkum

Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar hefur staðfest að maðurinn sem kallaði sig áhugaljósmyndara er grunaður um að hafa brotið á að minnsta kosti 13 stúlkum.

Við fjölluðum ítarlega um málið á Hún.is í Janúar og nokkrum dögum eftir var maðurinn handtekinn og færður í gæsluvarðhald. Lögregla hefur farið fram á að gæsluvarðhaldið yrði framlengt og mun héraðsdómur taka ákvörðun um það á morgun.

Maðurinn tældi ungar stúlkur í gegnum Facebook og byrjaði samræður við þær í því yfirskini að hann væri áhugaljósmyndari sem hefði áhuga á að taka af þeim myndir. Eins og við höfum fyrr greint frá hitti hann stúlkurnar, sem birt hafa frásögn sína hér á Hún.is, og braut á þeim kynferðislega. Brot hans eru talin vera margvísleg og síðustu vikur hafa stúlkur stigið fram og greint frá brotum hans.

Hér getur þú séð fyrri greinar um málið:

Íslenskur Áhugaljósmyndari biður börn að afklæðast fyrir sig

Stúlka segir áhugaljósmyndara hafa nauðgað sér – Frásögn

Mín saga um áhugaljósmyndarann

Hann tók utan um mig og byrjaði að kyssa og káfa á mér – 14 ára stúlka

Íslenski áhugaljósmyndarinn hefur haft samband við fjöldan allan af stelpum

Áhugaljósmyndarinn í gæsluvarðhaldi

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here