Monthly Archives: August 2014

„Ef þú hefur ekkert jákvætt að segja, skaltu bara þegja!“

Okkur er það mikill heiður að fá Siggu Kling í lið með okkur hérna á Hún.is. Sigga ætlar að vera með spjall hjá okkur að minnsta kosti 1 sinni í viku og mun hún deila sinni visku með okkur af sinni alkunnu snilld. http://youtu.be/0f2DZU6gQys?list=PLtTfsGlRUwWHdv1PasTLMcX4FgnrYyRag Í þessu myndbandi er Sigga að tala um hvað við erum alltaf tilbúin í að vera með...

Hinsegin dagar hefjast í dag – Sjáðu dagskrána hér

Sex daga litrík hátíð í Reykjavík. Menning, mannréttindi og margbreytileiki á Hinsegin dögum Hinsegin dagar hefjast í Reykjavík í dag en hátíðin stendur til sunnudagsins 10. ágúst. Dagskrá Hinsegin daga er fjölbreytt sem aldrei fyrr, en hátíðin hefst með hópferð í Blóðbankann við Snorrabraut á hádegi í dag. Markmið heimsóknarinnar er að minna á að karlmönnum sem stundað hafa kynmök með...

Listaverk úr bókum – Myndir

Listkonan Luciana Frigerio gerir þessi fallegu listaverk úr bókum. Hún brýtur blaðsíðurnar svo að þær mynda ákveðin orð í fallegu letri, oftast Times eða Helvetica. Skilaboðin sem koma út úr þessu eru tengd ástinni, söngtextar og uppbyggileg orð. Sjáðu meira um Luciana á bloggi hennar. 

Ungum dreng bjargað frá drukknun – Myndband

Strandvörður bjargar dreng sem dregist hafði í burtu af sterkum straumi. Vörðurinn heitir Joby Wolfenden-Broen og heyrði hann köllin í drengnum og réri fljótt til hans. Drengurinn var alveg örmagna og skiljanlega mjög hræddur. http://youtu.be/QMQ3A8G8mXQ

Tvíburarnir og háttatíminn – Myndband

Móðir nokkur var að koma börnum sínum tveimur, tvíburum, í háttinn. Hún tók þetta skemmtilega myndband og birti á YouTube. Þetta skrifaði hún við: Ég hef verið í erfiðleikum við að láta tvíburana mína fara að sofa (það hefur verið svo heitt og langir sólríkir dagar) og ég hef reynt allskyns aðferðir. Þessi aðferð var sú allra versta! En ég...

Sunnudagskvöldið í Dalnum – Myndband

Þjóðhátíðin 2014 er á enda runnin og flestir á leiðinni heim eða komnir heim eftir mikla skemmtun og dásamlega stemningu sem ríkti alla helgina. Hér er myndband frá sunnudagskvöldinu og það er greinilegt að fólk hefur skemmt sér gríðarlega vel og gleðin skín úr hverju andliti. http://youtu.be/8-pZ3SoqXX4

Getur talað eins og stelpa – Myndband

Þetta er alveg með ólíkindum! Hann getur hljómað ALVEG eins og stelpa. http://youtu.be/L1wNKjlfaK0

Drew Barrymore er komin í ilmvatnsbransann

Þegar Drew Barrymore fer af stað í verkefni velur hún þau vandlega áður en haldið er af stað.  Nýjasta verkefnið hennar er þrenna af ilmvötnum sem hún ætlar að framleiða undir sínu nafni og bera nöfnin Cherished, Radiandt og Sultry.  Drew hefur boðist áður að gera ilmvatn undir sínu nafni en henni fannst það ekki tímabært þá og hafði...

Maður flassar börn, en með skilaboðum! – Myndband

Flestir foreldrar myndu verða ofboðslega reiðir ef þeir sæju einhvern flassa börnin sín og hér má einmitt sjá viðbrögð nokkurra. Sem betur fer er þessi flassari ekki þessi týpíski dólgur heldur er hann með skilaboð til barnanna! https://www.youtube.com/watch?v=c44bhvx6vuw

Eru krakkar skarpari en fullorðnir – Myndband

Sjáðu hvað gerist þegar fullorðið fólk fær vísindaverkefni á grunnskólastígi til að leysa..  En það besta við þetta verkefni er að þau fá engar leiðbeiningar með, frekar brosleg útkoma hjá þeim.

Yndislegasta meðferðarúrræði í heimi heitir Misa Minnie – Myndband

Hún er ekki bara klár, hún Misa Minnie, heldur hefur hún líka gaman að trixunum sem hún er ólm í að leika. Og það sem meira er, þessi litla silkidúlla er bara 18 mánaða gömul. Þrautþjálfuð, bráðgreind og einstaklega skemmtileg og er með sína eigin You Tube rás, þar sem skoða má myndbönd af þessu litla krútti leika sér nær...

Bóka sér herbergi á sitthvoru hótelinu – Tónleikaferðin á enda

Sögusagnir hafa verið á kreiki um að Beyonce, 32 ára og Jay Z, 44 ára séu að skilja. Allskonar sögur hafa verið um framhjáhald Jay Z og að hann eigi að hafa haldið framhjá með Rihanna og Rachel Roy. Nú hefur heimildarmaður HollywoodLife sagt frá því að Beyonce og Jay Z séu ekki bara í sitthvoru herberginu í tónleikaferðalaginu heldur...

„Hommar teikna píkur” – Frábærar myndir

Fyrirsögnin kann að vera undarleg, en hún er réttnefni og er bein þýðing á Instagram reikning sem ber nafnið Gay_Men_Draw_Vaginas eða einfaldlega „Hommar teikna píkur". Allt hófst þetta fyrir nokkrum mánuðum þegar Buzzfeed (eitt af okkar uppáhalds) birti myndband sem bar heitið „Men Explaining Vaginas" þar sem karlmenn reyndu að (og mistúlkuðu hvað ofan í æ) útskýra kynfæri kvenna. Spurningar á...

16 kynlífstengd atriði sem eru ekki mjög sexý

Kynlíf er eitthvað sem allflestir hafa gaman að og njóta einna mest af öllu öðru í lífinu. EN það eru samt fullt af hlutum við kynlíf sem eru svo langt frá því að vera sexý. 1. Morgunandfýlan Kynlíf að morgni er æðislegt! Andfýla að morgni er hinsvegar hræðileg! Skjóstu og burstaðu...

Líkamsgötun: Hvernig á að koma í veg fyrir fylgikvilla

Líkamsgatanir eru algengari en nokkru sinni fyrr. Alls ekki halda að það sé lítið mál að láta gata á sér líkamann. Þú verður að þekkja hætturnar og almennar öryggisráðstafanir þegar þú ferð og lætur gata á þér líkamann. Eftirmeðferðin skiptir einnig miklu máli. Eyru, varir og nafli eru vinsælir staðir til að láta gata. Allar gatanir hafa einhverja áhættu í...

Þessi kona ætti að fá sinn eigin kokkaþátt

Felicia O´Dell sem er að öllu jöfnu kölluð Fee er ekkert að skafa af því í litlum matreiðsluþáttum sem hún heldur út á YouTube.  Hún kennir þar fólki að matreiða fyrir allt að 7 manns fyrir litla 3.35 dollar sem væru þá um 390 krónur.  Fee er með uppskriftir fyrir allt sem hugurinn girnist eða magann langar í. Hér sýnir...

Nokkur góð ráð gegn þurrki á höndum

Hér fyrir neðan eru 6 leiðir um hvernig hægt er að dekra við hendurnar og halda þeim silkimjúkum. Uppskriftirnar koma frá henni Hafdísi sem heldur úti síðunni ilmandi.is  Ólífuolía Fyllið skál af volgu vatni og setjið 4 msk af ólífuolíu í vatnið. Látið hendurnar liggja í bleyti í 10-15 mínútur. Hreinsið hendurnar með vatni og þurkið. Berið handáburð á hendurnar. Hægt að nota þetta líka...

Smá árekstur á milli Lady Gaga og Madonnu

Poppdívurnar Madonna og Lady Gaga eru sagðar báðar vilja koma fram sem aðalatriði í tilefni 25 ára afmæli falls Berlínarmúrsins þann 9. nóvember næstkomandi. Dívurnar telja sig báðar mjög pólitískar og eru báðar mjög ákveðnar í því að fá að koma fram sem aðalatriði á þessum degi.  Hvorug þeirra er vön að fá orðið NEI framan í sig.  En það...

14 hlutir sem þurfa EKKI að geymast í ísskáp

Við höfum sjálfsagt öll/allar geymt eitthvað af þessum tegundum í ísskápnum,  Ég sjálf hef nú sett flest af þessu beint í ísskápinn sjálf! Sósur í flöskum Við erum að tala um Soya sósu, Tabasco og Worchestershire svo einhverjar séu nefndar.  En þessar sósur getur þú geymt...

Þjóðhátíð 2014: Baksviðs með Dadda

Það þarf vart að kynna Bjarna Ólaf Guðmundsson fyrir þeim sem hafa lagt leið sína á þjóðhátíð undan farin ár.  Bjarni  Ólafur eða Daddi eins og hann er kallaður hefur í nógu að snúast þegar kemur að jafnt stórum sem smáum viðburðum þar á eyju.  En það er greinilegt fjör á bak við tjöldin áður en skemmtikraftar stíga á...

„Skíturinn og drullan láku af veggjunum” – Íslenskt par í Noregi illa svikið í leiguviðskiptum

„Við vorum svo full hryllings að við komum varla upp orði. Ég veit ekki hvaðan vatnið lak, en það var skítur í klósettinu, hurðar vantaði á skápa, það var drulla og skítur á gólfunum og allar innréttingarnar inni í íbúðinni voru gerónýtar. Ljósmyndirnar sem við höfðum skoðað á netinu reyndust vera af annarri íbúð og garðurinn sem við sáum...

Hefur útlitsdýrkun náð nýjum hæðum?

Kona ein í Bandaríkjunum lenti í aðkasti þegar hún var að gera sér glaðan dag á ströndinni, og ástæðan? Jú málið var að hún er móðir fimm barna og ber þess merki á líkamanum. Kona þessi er með slitför á maganum og á sömu strönd og hún var á, voru einstaklingar sem fundu sig knúna til að gera athugasemdir...

Rússneskir unglingar breyta stofunni í innisundlaug – Myndir

Tveir rússneskir frumkvöðlar á unglingsaldri hljóta að hafa slegið heimsmet í fífldirfsku nú meðan hitabylgjan gekk yfir heimsbyggðina í sumar sem leið, en þeir umbreyttu stofunni heima hjá sér í sundlaug. Það er rétt: Þeir breyttu stofunni í S-U-N-D-L-A-U-G. Ljósmyndir af uppátækinu hafa flögrað um samskiptamiðlana undanfarna sólarhringa, en fréttin birtist upprunalega á miðlinum Moscow Times og sýnir hvernig drengirnir...

Síðasti mánuður í lífi heróínfíkils – Heimildarmynd

Ben Rogers kemur úr miðstéttarfjölskyldu og var alinn upp í hljóðlátu hverfi. Hann var í skátunum, spilaði í skólahljómsveitinni og var fjölskyldudrengur. Það kom því öllum á óvart hvernig rættist úr Ben en hann varð eiturlyfjafíkill og heróínið hefur rústað hans lífi. Hann hefur eyðilagt líkama sinn og æðakerfið var orðið svo lélegt að hann þurfti að sprauta sig í...

Gamlar konur í snú-snú, þær eru ótrúlegar!

Þessar ítölsku konur eru svo "með´idda", þær sippa bara eins og ekkert sé sjálfsagðara! Svona ætla ég að vera þegar ég er orðin áttræð, það er alveg á hreinu! https://www.youtube.com/watch?v=043s9auLhK8

Uppskriftir

Marengsrúlla með kókosbollunum og marssósu

Þessi girnilega dásemd kemur frá Matarlyst á Facebook. Afar einfalt og fljótlegt er að útbúa marensrúllu, hægt er...

Möndluköku muffins

Eru afar góðar og silkimjúkar, slá alltaf í gegn og koma frá Ragnheiði á Matarlyst

Pavlova með kókosbollu, Dumlesósu og ferskum ávöxtum

Við fjölskyldan erum öll frekar mikið hrifin af pavlovu og yfirleitt ef eitthvað er um að vera mæti ég með pavlovu og...